Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 100
SKAGFIRÐINGABÓK
var vorkunn, en ekki mér, sem búinn var að vera í sveit árum
saman. Svona lagað átti ekki að geta hent mig. A heimleiðinni
ræddum við Ragnar mikið um þennan atburð, við vissum að
þetta hlyti að komast upp og því ekki um annað að ræða en
skrifta fyrir Gísla bónda næsta dag. Okkur var vel ljóst, að það
voru mörg lömb komin undir, en hvað mörg vissum við ekki,
þau mundu að sjálfsögðu koma í heiminn nokkru fyrir venju-
legan sauðburð. — Peir voru þreyttir vetrarmennirnir í Eyhild-
arholti, þegar þeir gengu til hvíldar þetta kvöld, líklega þreyttari
en allir fullorðnu hrútarnir til samans.
Næsta dag, þegar við fórum í húsin með Gísla, játaði ég þessi
mistök mín og átti von á skömmum fyrir vikið, en þær komu
engar, mér til nokkurra vonbrigða, því að mér fannst ég eiga
þær fyllilega skilið. Hins vegar gerði Gísli góðlátlegt grín að
okkur og sagði, að við yrðum að vonast til að vel voraði. Sú varð
líka raunin á, og allir fögnuðu fyrirmálslömbunum „okkar
Ragnars", þegar þau komu í heiminn.
Slabbsöm sleðaferð
Dag einn í janúar voru tvær fullorðnar konur austan úr Akra-
hreppi í heimsókn. Stönzuðu þær alllengi og þágu góðan beina,
því að gestrisni var mikil á skagfirzkum bæjum á þessum árum
og er vafalaust enn. Þegar þær voru búnar til heimferðar, kom
Gísli bóndi að máli við mig og bað mig að flytja þær heim til sín,
skyldi hann láta mig hafa hest og sleða til fararinnar. Eg gat ekki
skorazt undan að fara, þótt ég væri með öllu óvanur slíku farar-
tæki. Þíður höfðu verið að undanförnu, og var því vatnagangur
mikill, stinningskaldi var að sunnan og gekk á með rigningar-
dembum. Verst þótti mér, hve áliðið var dags og birtu tekið að
bregða, en ekki þýddi að fást um það, konurnar urðu að komast
heim til sín. Tveir bekkir voru á sleðanum, báðir með baki og
því hin beztu sæti. Settist ég nú á þann fremri og greip um taum-
98