Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
Aðskilnaður og eftirgjöf hórsekta
Reglan var, að hórsekt fólk, í þessu samhengi kvæntur karl og
ógift barnsmóðir hans, voru skilin að. Þau máttu ekki lengur
vera á sama bæ og ekki heldur í sömu sókn. Miðað var við svo-
nefnda Hjónabandstilskipun frá 1746. Hún var samin fyrir til-
stilli Lúðvíks Harboes eftir ferðir hans um landið, en honum
fannst, að víða væri ekki fylgst nógu vel með fólki og því stíað
í sundur, sem hafði eignast börn ógift. I íslenskri útgáfu tilskip-
unarinnar segir svo í tólftu grein:
Sýslumönnum skal hér með alvarlega vera befalað eftir
laganna fyrirmælum að sjá til, að þau sem framið hafa
friðlu-lifnað, so framt þau egta ekki hvert annað, skiljist
hvört frá öðru og séu ei á sama bæ, ekki heldur í sömu
sókn, en þeir, sem drýgja hór skulu auk annars straffs eftir
lögunum rýma sýsluna.1
Ákvæðið um sýsluútlegð þeirra sem drýgðu hór var afnumið
árið 1780 vegna umsóknafargans frá hórkörlum, sem þóttust
ekki sjá sér fært að yfirgefa börn og bú. Eftir sem áður varð fólk
að fara sitt í hvora átt eftir að barnið var fætt. Snemma á 19. öld
kom til umræðu meðal embættismanna, að ekki væri eðlilegt að
flæma fólk úr sinni sveit þótt það eignaðist barn utan hjóna-
bands ef augljóst var, að ekkert væri lengur á milli þeirra.
Umræðan varð til þess, að vorið 1827 tilkynnti Kansellíið í
Kaupmannahöfn amtmanni Vesturamts að framvegis væri
legorð eitt og sér ekki tilefni til að flæma fólk úr sókninni, held-
ur ætti aðeins að vísa því burt léki grunur á viðvarandi samvist-
um og lauslæti. Haustið 1829 var úrskurður sama efnis sendur
1 Tilskipan um eitt og annað í bjónabands sökum og móti lausheti, með fleira,
á íslandi. Hirscholmssloti þann 3. Junii Anno 1746. Þryckt á Hólum í Hjalta-
dal Anno 1746, bls. 3. Sjá ennfremur Alþingisbatkur XIII, bls. 560, einnig
Lovsamling for Island II, bls. 600-605.
104