Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 107
SKAGFIRSKIR HÓRKARLAR OG BARNSMÆÐUR ÞEIRRA
til amtmanns Norður- og Austuramts.2 Þessi áherslubreyting
snerti einvörðungu ógift fólk og skipti litlu máli fyrir hórkarla
og barnsmæður þeirra. Það eitt, að þau voru áfram á sama bæ,
jafngilti áframhaldandi sambandi. Annað þeirra varð að fara.
Eftir því sem ég kemst næst var það stúlkan, sem fór af bænum
og jafnvel úr sveitinni, en karlinn sat sem fastast í sínum ranni.
Ekki var óþekkt, að fólk fengi að vera áfram í sömu sókn, en
nærri því óhugsandi var að fá undanþágu til að vera á sama bæ.
A sama bæ mátti fólk alls ekki vera, nema alveg sérstaklega
stæði á. Fyrir einstaka náð fékk Þorsteinn Pálsson, sextugur
ekkill og fyrrverandi hreppstjóri á Reykjavöllum á Neðribyggð,
leyfi til að hafa ráðskonu sína og barnsmóður, Soffíu Jónsdóttur,
hjá sér áfram. Hann sótti um það í ársbyrjun 1826 og hafði hon-
um þá verið gert annaðhvort að ganga að eiga Soffíu eða láta hana
fara. Hann kvaðst heilsuveill og fátækur. Uppkomin börn hans
voru of fátæk til að geta veitt honum lið, og hann vildi, að þær
litlu eignir, sem hann átti, færu til þeirra að honum látnum. Þess
vegna kærði hann sig ekki um að kvænast Soffíu, auk þess sem
hann langaði ekki til þess vegna vaxandi heilsubrests. Soffíu
mátti hann aftur á móti engan veginn missa vegna heimilishalds
og umönnunar hins unga barns þeirra. Amtmaður vottaði, að
allt væri þetta satt og rétt, en þorði samt ekki að mæla með
umsókninni vegna skýlausra ákvæða laganna um aðskilnað.
Kansellíi þótti hins vegar í lagi, að vegna aðstæðna fengi Þor-
steinn að halda Soffíu sem ráðskonu.3
Með brottrekstri barnsmóður bónda var málið oftast nær
leyst á farsælan hátt fyrir hjónabandið, enda hjónin þá bæði sátt
við niðurstöðuna. Fjöldi kvenna sótti meira að segja um niður-
fellingu hórsektarinnar til amtmanns, en það var heimilt frá
2 Lovsamling IX, bls. 178-79 og 464-65.
3 Þjóðskjalasafn Islands. Kansellískjöl 107:5. janúar 1826. Þorsteinn var sonur
Páls Sveinssonar, bónda og silfursmiðs á Steinsstöðum, bróðir Sveins læknis.
Af honum er nokkuð sagt í Sögu frá Skagfirðingum.
105