Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 110
SKAGFIIIÐINGABÓK
ast barn með tveimur árum áður. Þegar Þorsteinn sótti um var
hann 44 ára, en Ragnheiður áttræð, og þau höfðu búið saman í
20 ár. Við giftingu var hann því 24 ára en hún sextug. Umsókn
hans var synjað.6 Til marks um það hversu algengur aldursmun-
ur af þessu tagi var má færa fram tölur um giftingar á Islandi.
Arin 1838-42 giftust 11 af hundraði áður ógiftra karla ekkjum,
að jafnaði 44 ungir menn á ári. Af körlum yngri en 25 ára, sem
kvæntust sömu ár, gekk áttundi hver að eiga konu sem var 35
ára eða eldri, að jafnaði 15 á ári.7 Þetta var því álitlegur fjöldi
ungra manna á ári hverju, og óhætt er að alhæfa á þá leið, að
markmið þeirra flestra hafi verið að komast yfir jörð frekar en
konu. Búskapur var forsenda þess að komast áfram í lífinu, og
í mörgum tilvikum var það vænlegasti kosturinn fyrir unga
menn, sem vildu ná langt, að biðla til vel fjáðrar ekkju. Með
þeim hætti var fyrirhöfnin minni en þegar byrjað var frá grunni
með því að eignast unga, en eignalitla konu. Eiginkonan hlaut
svo að deyja áður en langt um liði, þótt marga karla þryti þolin-
mæðina áður.
Hreinræktaða sögu af því tagi má segja af Jóni Höskuldssyni
bónda á Merkigili. Stefán Jónsson fræðimaður hefur það fyrir
6 ÞÍ. Kansellískjöl 99: 14. maí 1823.
7 Unnið úr riti dönsku hagstofunnar Statistisk Tabelværk 6. bindi: ársskýrslur
1834-39, bls. 228-29 og 238-39; 10. bindi: ársskýrslur 1840-44, bls. 260-
61, 270-71 og 280-81. Tabelværket er til á Landsbókasafni í Reykjavík. Til
samanburðar má geta þess, að 13 af hundraði yngisstúlkna giftust ekklum og
16 af hundraði stúlkna yngri en 25 ára gengu að eiga karla 35 ára og eldri.
Munurinn er ekki mikill. Þess verður þó ekki vart að konur sem giftust eldri
körlum hafi eignast börn með öðrum líkt og karlar, hvað þá að þær hafi sótt
um að fá að giftast barnsfeðrum sínum. I álitsgerð sinni nefnir Kruger stift-
amtmaður þó giftingar eldri karla og yngri kvenna sem ástæðu framhjáhalds,
en greinilega finnst honum minna til þeirra koma en giftinga yngri karla og
eldri kvenna. Að þessu sinni gefst ekki færi á að gera samanburð á þessu
tvennu þar sem hórkarlar eru undir smásjánni en ekki framhjáhald kvenna.
108