Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 113
SKAGFIRSKIR HÓRKARLAR OG BARNSMÆÐUR ÞEIRRA
eitt barn og nánast kennir eiginkonu sinni um, vegna þess að
hún var rúmföst síðustu átta árin vegna veikinda og því ekki fær
um að sinna „Egteskabs-pligternes Opfyldelse“. Af þeim sök-
um hafi hann vegna „den menneskelige Naturs sædvanlige
Svaghed“ eignast barn með Ingibjörgu, sem hann nefnir ekki,
að hafi verið vinnukona og ráðskona á bænum. Vegna framtíðar
barnsins vilji hann giftast móður þess. Pað er því óhætt að segja,
að Jón reyni að fara í kringum hlutina og allt að því plata
kónginn. Að minnsta kosti segir hann ekki allan sannleikann.
Stefán Pórarinsson amtmaður lét sannfærast og mælti með
umsókninni, einkum á þeirri forsendu, að eiginkonan var yfir
sjötugt og hafði verið rúmliggjandi í átta ár. I álitsgerð sinni
sagði hann ekki aukatekið orð um að aðeins voru liðnir örfáir
mánuðir frá andláti Ingu. Séra Jón Jónsson í Goðdölum var
ekki síður jákvæður og hrósaði nafna sínum í hástert fyrir nær-
gætni við Ingu:
Að síðan hún nú fyrir 8 árum lagðist í rúmið af hálfslagi,
hefur hann með allra líklegra ráða leitun henni til hjálpar
og lækningar sýnt, að hann ekkert vildi þar til spara; eins
og hann, þá þetta gat ei dugað, hefur á enga fyrirhöfn
talið, alla árvekni, umhyggjusemi, nákvæmni og ástríki
sýnt og sýna látið sinni veiku konu til alls mögulegs
eymdaléttis og fróunar, svo ég get ekki séð hvernig hann
eða nokkur annar hefði getað það betur.
Vitnisburður prests er dagsettur í Goðdölum 23. maí 1817,
sem gæti bent til þess, að Jón hafi verið farinn að hugsa sér til
hreyfings á meðan Inga lá banaleguna. Starfsmönnum í Kan-
sellíi konungs í Kaupmannahöfn þótti umsóknin líka eitthvað
tortryggileg, og í árslok báðu þeir um frekari upplýsingar um
dánardægur eiginkonu og fæðingardag hórbarnsins. Pær upp-
lýsingar voru sendar um hæl, og Kansellí ákvað, að ekki væri
tímabært að leggja umsóknina fyrir konung vegna þess að ekki
væru liðin þrjú ár frá síðara hórbrotinu.
111