Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 114
SKAGFIRÐINGABOK
Jón ítrekaði umsóknina 2. júlí 1819 og samdi hana sjálfur, en
þýðingu á dönsku annaðist séra Einar Thorlacius, sem þá var
kominn að Goðdölum. Að þessu sinni rekur Jón söguna
nákvæmar og leggur ríka áherslu á, að í áraraðir hafi Ingibjörg
verið Ingu afar góð. Einnig tekur hann fram, að eftir fæðingu
tveggja barna þeirra hafi hún sýnt þeim móðurlega umhyggju
og sé bæði sér og þeim ómissandi. Að lokum biður hann um að
fá að giftast henni, þegar þrjú ár verði liðin frá síðasta hórbroti,
og fer þar að auki fram á að fá fellda niður sekt vegna sambúðar
þeirra undanfarin ár, enda séu sjálfar umsóknirnar tilefni þeirr-
ar óhlýðni. I bréfi sem fylgir frájóni Espólín sýslumanni kemur
fram, að hann sektaði Jón fyrir að hýsa barnsmóður sína, en
sýslumaður nefnir það Jóni til málsbóta, að hann fái alls ekki
aðra ráðskonu í stað Ingibjargar, sem hafi verið hjá honum í 15
ár og sé vön að sjá um börn þeirra tvö. Þar að auki viti hann til
þess, að Inga hafi í lifanda lífi óskað þess, að Ingibjörg yrði
áfram hjá Jóni að sér látinni. Loks segir hann, að vegna uppeldis
barnanna og fjárhagslegra aðstæðna jafnaðist aðskilnaður Jóns
og Ingibjargar á við skilnað hjóna, „hvorfor Adskillelse hereft-
er i mellem Personerne kunde synes at blive næsten af samme
Fölger som virkelige Ægtefællers."
Enn fór Jón Höskuldsson á bak við ráðamenn í Kaupmanna-
höfn og minntist ekki á, að Ingibjörg átti von á sér, komin átta
mánuði á leið. Barnið fæddist 8. ágúst 1819, og ég gef Stefáni á
Höskuldsstöðum orðið:
Vissu allir, að Jón ætti barn þetta, en nú var komið í óvænt
efni með giftingarleyfið, og mundi þess lítil von, að það
fengist, ef þau ættu þriðja barnið saman, þó að nú væri
ekki um beina hórsök að ræða. Fékk Jón Höskuldsson því
Sigurð Sigurðsson, er þá var fyrirvinna á Skatastöðum og
ógiftur, til að gangast við faðerni Guðbjargar. Var hún því
ætíð nefnd Sigurðardóttir. Olst hún upp á Merkigili hjá
Jóni og Ingibjörgu og varð myndarstúlka...
112