Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 116
SKAGFIRÐINGABÓK
an fléttum, eg og þú.“ Illgjörn settist „í sæti næst húsfreyju“ og
„mjög óþýður málma Þór, með henni tíðum drýgði hór.“ Þegar
Góðhjörtuð var dáin, glöddust Níðingur og Illgjörn og lifðu
illu lífi eftir það:
Níðings frilla núna gleðst,
nauðug beðið hafði,
girndar villan gípu seðst,
góss og fyllin kringum hleðst.
Hér næst gekk í hjónaband
hún með fóla leiðum,
falda brekka fékk í hand
forráð þekk og búss aðstand.
Ekki er víst að allir sveitungar Jóns og Ingibjargar hafi getað
fallist á þessa útleggingu Bólu-Hjálmars, enda ríman í heild
öfgakennd og hatri blandin vegna slagsmála og illdeilna útaf
spýtu vorið 1829.10
Veikindi eiginkonu gerðu sama gagn og dauði
Elli var ekki eina dánarorsök giftra kvenna og ekki heldur ein-
hlítt tilefni framhjáhalds. Veikindi voru síst sjaldgæfari ástæða.
Ung kona, sem var alvarlega veik til langframa, gerði jafnlítið
gagn í hjónasænginni og öldruð kona. Karlinn hélt framhjá, og
þegar eiginkonan andaðist vildi hann allra helst ganga að eiga
barnsmóður sína. Orlög Tómasar Tómassonar hreppstjóra og
meðhjálpara á Nautabúi á Neðribyggð voru af þeim toga. Tóm-
as sótti fyrst til konungs 9. júlí 1818 og vildi fá að eiga Guðrúnu
10 Bólu-Hjálmar, Ritsafn II. FinnurSigmundssonbjótilprentunar, Reykjavík
1965, bls. 338-39. Um aðdraganda þess að ríman var ort sjá Stefán Jónsson,
Ritsafn III, bls. 76-78.
114