Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 117
SKAGFIRSKIR HÓRKARLAR OG BARNSMÆÐUR ÞEIRRA
Jónsdóttur, sem hann hafði eignast barn með 9. maí sama ár,
rúmum fimm mánuðum eftir að Björg Magnúsdóttir eiginkona
hans sálaðist. Einnig vildi hann fá felldar niður sektir fyrir hór-
dómsbrotið.11
Ekki var mikill aldursmunur á þeim hjónum, hann fæddur
1783 og hún þremur árum yngri. Þau giftust árið 1814, og hún
veiktist fljótlega eftir það. Tómas hafði áður misst konu úr veik-
indum árið 1806 eftir eins árs hjónaband. Rökstuðningur hans
var á þá leið, að vegna veikinda eiginkonunnar yrði hann að
útvega ráðskonu. Guðrún var einmitt rétta konan til að sinna
því starfi, og hún hjúkraði Björgu af ást og alúð til hinstu
stundar. Vegna umhyggju Guðrúnar fyrir eiginkonunni vakn-
aði með Tómasi velvilji í hennar garð, „og fra Velvillie til Svag-
heder er i slige Tilfælde for os Mennisker et kort Skridt.“
Sér til málsbóta lagði Tómas fram vottorð frá Ara Arasyni
lækni á Flugumýri um að Björg hefði verið haldin ólæknandi
sjúkdómi: „undirlífið var ekki einasta allt útspennt og uppfullt
vorðið af vatni eða Materiu, heldur lá konan í þungum tærandi
sjúkdómi með brúnlifruðum og mest illa lugtandi sterkum upp-
gangi frá brjóstinu." Ari sagðisthafa bannað Tómasi „að hleypa
sér í skuldir fyrir meðöl til hennar heilsubótar, einasta áminnti
hann að láta hana ekkert vanta það er heyrði til nákvæmustu
aðhjúkrunar inntil Guð sjálfur læknaði hana fyrir tímanlegan
dauða að fullu.“ Þrátt fyrir þetta hafði Tómas, að sögn séra Jóns
Konráðssonar prófasts á Mælifelli, hvorki sparað spor né fé og
farið að Stærra-Arskógi til séra Jóns Jónssonar að kaupa lyf.
Jafnframt sagði prestur að Guðrún hefði lagt Tómasi lið eftir
mætti, enda væri hún góð manneskja frá náttúrunnar hendi.
11 ÞI. Kansellískjöl 84: 9. júlí 1818. Þar eru umsókn og fylgiskjöl, en í Ka. 87:
3. ágúst 1819 er uppkast að giftingarleyfi. Kvörtun amtmanns oguppkast að
bréfi Kansellís til biskups er í Ka. 89:10. febrúar 1820. í Ka. 90: 7. ágúst 1820
er að finna tilkynningu amtmanns um greiðsluna, og svar biskups í Ka. 93:
24. maí 1821. Tómas bjó síðast á Hvalnesi. Hann kemur töluvert við skag-
firska sögu þessa tíma og er víða að finna í heimildum.
115