Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 118
SKAGFIRÐINGABÓK
Tómas sjálfan lofaði hann ákaflega fyrir kirkjurækni, siðferði
og menntun, enda væri barneignin með Guðrúnu það eina, sem
varpaði skugga á orðstír hans. Um barneignina segir séra Jón,
að þau hafi verið svo „óheppin“, að Guðrún ól Tómasi son um
vorið. Orð hans má skilja á þann veg, að hann harmi það helst
að barnið skyldi hafa orðið til, en ekki að þau skyldu hafa sofið
saman. Að lokum mælti hann eindregið með því, að leyfið yrði
veitt.
Til enn frekari áréttingar fullyrti Tómas í umsókninni, að
barnið hefði fæðst ófullburða og ekki komið undir fyrr en
fáeinum vikum fyrir andlát Bjargar. Því til sönnunar lagði hann
fram vottorð Ara læknis um piltinn Tómas:
Barnið var sérlega veikburða, lítið og nært af munni fóstr-
unnar, gaf oft teikn til að vilja hljóða, hvað þó ekki heyrð-
ist nema sem sára veikt og lítið amur eða vein. Það var að
kalla hárlaust, nema aftur frá eyrum og í kring hnakkann
bar skuggamön á af sérdeilislega fínum og gisnum smá-
hárum. Nöglur á höndum og fótum voru aðeins sjáanleg-
ar, rauðar og næstum so blautar, óaktað að það var þó
komið á fjórða dag frá fæðingunni, sem annað þess veika
hörund.
Þetta taldi Ari að benti til þess að Tómas litli „mundi hafa get-
inn verið hér um bil í fyrstu eða jafnvel ei fyrr en í annarri viku
nóvember mánaðar 1817“, það er að segja örfáum vikum fyrir
andlát eiginkonunnar. Tómas eldri gerði sig ánægðan með það,
en Stefán Þórarinsson amtmaður bætti því kaldhæðnislega við
danska þýðingu sína á læknisvottorðinu, að sér hefðu borist
spurnir af því í september, að barnið væri við bestu heilsu.
Þannig lætur hann að því liggja, að það hafi verið fullburða og
komið undir mörgum mánuðum fyrir andlát eiginkonu Tómas-
ar. Að öðru leyti leist honum ekki illa á umsóknina, enda hefði
konan legið rúmföst lengi og verið óhæf til að gegna skyldum
116