Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 120
SKAGFIRÐINGABÓK
Skilnaður við eiginkonu gerði körlum lífið leitt
Eiginkonur Jóns og Tómasar voru látnar, þegar þeir sóttu um
að fá að kvænast barnsmæðrum sínum. Þess vegna fengu þeir
leyfi. Oðru máli gegndi um hórkarla, sem áttu konur á lífi sem
höfðu krafist skilnaðar vegna framhjáhaldsins. Fyrsti farar-
tálminn voru hjónabandsgreinar Friðriks II frá 1587, sem
kváðu á um, að hórsekir menn mættu ekki giftast á nýjan leik án
leyfis frá konungi:
En sú persóna sem so verður skilin við aðra fyrir hór-
dómssök skal ekki mega gifta sig aftur utan með sérlegu
kóngsins leyfi og þó skal það ekki ske fyrr en þrjú ár eru
liðin.
Til þess að fá leyfi varð fólk að hafa hegðað sér vel og kristi-
lega þessi þrjú ár. Það þýddi, að ekki mátti eignast lausaleiks-
barn á meðan.13 Þannig var Þórði Jónssyni bónda á Skarði í
Gönguskörðum neitað um að ganga í annað hjónaband sitt vor-
ið 1752 vegna barneignar í lausaleik fáeinum árum eftir skilnað
við eiginkonu vegna tveggja hórdómsbrota hans.14 Ekki var þó
alltaf tekið jafnstrangt á þessu, og reglan var sú að liðu þrjú ár
frá skilnaði fékkst leyfi. Það sést á máli Péturs Skúlasonar
bónda á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. I ævisögu Jóns Espólíns
sýslumanns, sem Gísli Konráðsson færði í letur, er Pétri borið
fremur illt orð, og sagt að hann hafi neytt bragða til að koma sér
úr klípum. Til marks um það er þess getið, að hann hafi látið
gefa sig og barnsmóður sína saman áður en konungsleyfi
13 Hjónabandsgreinarnar voru prentaðar í íslenskri þýðingu Odds Einarsson-
ar biskups aftan við Kirkjuskipan Kristjáns fjórða, Hólum 1635. Tilvitnuð
grein er á bls. B 2r, en grein um trúlofaða sem nefnd er hér á eftir er á bls. A
5v-6r. Eintök eru á Landsbókasafni og Háskólabókasafni í Reykjavík.
14 ÞÍ. Skjalasafn stiftamtmanns III-8. Konungsbréf 1747-53: 10. mars 1752.
118