Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 121
SKAGFIRSKIR HÓRKARLAR OG BARNSMÆÐUR ÞEIRRA
barst.15 Það bar þannig til, að 7. maí 1818 var hann skilinn við
Hólmfríði Magnúsdóttur konu sína með dómi vegna hórdóms-
brots með ógiftri konu, Friðbjörgu Þórarinsdóttur. Vorið 1820
sótti Pétur um leyfi til nýs hjónabands ogfékk sérajón Jónsson
prófast á Auðkúlu í Húnavatnssýslu til að stíla fyrir sig. I
umsókninni gerir Pétur mikið úr óhamingju sinni, segist aðeins
vera 32 ára og óttast sér muni leiðast og líða illa í einverunni. Því
biður hann konung um að fyrirgefa sér og leyfa sér að kvænast
ógiftri konu. Séra Pétur Pétursson prófastur á Víðivöllum gaf
honum góðan en tvíræðan vitnisburð: „Maðurinn er fjörugur,
skýr og ferðugur í oeconomiskum efnum.“ Stefán Þórarinsson
amtmaður var hlynntur leyfi, enda samkvæmt lögum að hór-
skilið fólk fengi að giftast aftur eftir þrjú ár. Nýtt hjónaband
ætti líka að auðvelda Pétri það verk að halda uppi fimm börnum
sínum úr fyrra hjónabandi. I Kansellíi voru menn aftur á móti
tortryggnir og tóku eftir því, að ekki kom fram hvort Pétur
hefði í huga að ganga að eiga barnsmóður sína eða aðra konu.
Þess vegna létu þeir orða leyfið, sem konungur undirritaði 15.
nóvember 1820, á þá leið, að hann mætti innganga í „löglegt“
hjónaband, og það fyrst þremur árum eftir skilnaðinn. Þetta fól
í sér að hann mátti ekki kvænast Friðbjörgu barnsmóður sinni.
Voðalegur seinagangur var því samfara að fá giftingarleyfi.
Fyrst varð að sækja um og síðan að borga. Fyrr var leyfið ekki
sent af stað. Hæglega gátu liðið tvö ár frá umsókn til giftingar.
15 Saga Jóns Espólíns hins fróða, sýslumanns í Hcgranesþmgi. Rituð af honum
sjálfum í dönsku máli, en Gísli Konráðsson færði hana á íslenzkt mál, jók
hana og hélt henni fram. Kaupmannahöfn 1895, bls. 141. Frásögn mín bygg-
ir á skjölum. Umsókn Péturs er í ÞI. Kansellískjöl 90: 17. maí 1820, en
kvörtun amtmanns í Ka. 97: 5. október 1822 og svör prófasts og biskups í
Ka. 98:1. janúar 1823. Pétur kemur töluvert við sögu bæði Húnvetninga og
Skagfirðinga. M.a. er til sérstakur þáttur af honum frá hendi Gísla: Fjár-
drápsmálið í Húnaþingi eða þáttr Eyjólfs ok Péturs (útg. ísaf. 1898). Pétur
var síðast suður í Reykjavík og þá með enn nýrri konu (Saga Þorlákshafnar
I, Rvík 1988, bls. 373-8).
119