Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 122
SKAGFIRÐINGABÓK
Haustið 1821 sendi amtmaður peninga Péturs til Kaupmanna-
hafnar og búast mátti við leyfinu með vorskipum. Um miðjan
maí 1822 barst amtmanni það hins vegar til eyrna, að um haust-
ið hefði Pétur látið gefa sig saman við konuna, sem hann hafði
eignast tvö börn með á meðan hann var giftur. Hann skrifaði
Kansellíi umsvifalaust og taldi, að Pétur hefði aldrei getað feng-
ið slíkt leyfi. Giftingin væri því ólögleg. Séra Jón Jónsson pró-
fastur á Auðkúlu hafði vígt hjónaefnin og Stefán er hneykslað-
ur, að hann skuli hafa gert það án þess að fá að sjá giftingarleyfið
fyrst. Bréf amtmanns varð til þess, að Kansellí bað um
útskýringar biskups og prófasts. Þá kom á daginn, að amtmanni
skjátlaðist hrapallega.
Prófastur skrifaði biskupi 23. júlí 1822 og var steinhissa á
rangfærslum amtmanns, sem hann kallar „opdigtede og ond-
artede Beskyldninger." Pétur hafði ekki verið gefinn saman við
aðra konu en Guðrúnu Halldórsdóttur frá Ytri-Löngumýri í
Húnavatnssýslu, og amtmaður ætti að vita, að þau hefðu aldrei
verið sektuð fyrir hórdómsbrot. Þau hefðu hins vegar eignast
þrjú börn, en öll í lausaleik eftir skilnað Péturs. Það fyrsta fædd-
ist 18. desember 1818, annað 28. maí 1820 og þriðja 12. maí
1821. Þetta hélt hann að amtmaður hefði getað séð með því að
skoða dómabók Skagafjarðarsýslu og legorðsmálaskýrslur úr
Húnavatnssýslu. Það hefði hann augsýnilega ekki gert og færi
með ósannindi fyrir vikið. Hvað giftingarleyfið varðaði, sagðist
prófastur hafa haft fullvissu um, að þess hefði verið von vegna
tilkynningar Jóns Espólíns sýslumanns til Péturs 3. ágúst 1821
um giftingarleyfi dagsett 15. nóvember 1820. Fyrir vikið gaf
hann Pétur og Guðrúnu saman eftir þrjár lýsingar 10. septem-
ber 1821. Hann viðurkenndi, að hann hefði ekki þurft að flýta
sér svo mikið, en vonaði, að konungur fyrirgæfi sér það. Til
staðfestingar á orðum prófasts skrifaði Espólín, að Pétur hefði
aldrei verið sektaður fyrir barneignir með Guðrúnu, sem væri
önnur kona en sú sem hann braut af sér með í hjónabandi.
Geir Vídalín biskup var fyrir sitt leyti sárhneykslaður á
120