Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 123
SKAGFIRSKIR HÓRKARLAR OG BARNSMÆÐUR ÞHIRRA
gáleysi amtmanns að leita ekki nánari upplýsinga áður en hann
hljóp til og klagaði í Kanselh'. Að mati biskups var ásökun amt-
manns í garð prófasts með öllu ósönn. Reyndar sagðist biskup
hafa heyrt þá skoðun, að brot af þessu tagi teldust hórdómsbrot
vegna banns við giftingum hórskilinna innan þriggja ára, en
harín vissi þó ekki um nein lög þar að lútandi. Þar að auki hefðu
slík brot alls ekki jafn alvarleg áhrif á heimilislíf og raunveruleg
hórdómsbrot. Prófastur hefði þó gert rangt í að biðja ekki um
giftingarleyfið áður en hann gaf Pétur og Guðrúnu saman, en
það var þó afsökunarvert vegna þess að Espólín sýslumaður
hefði verið búinn að gefa Pétri kvittun fyrir leyfisgjaldinu. Að
endingu lagði biskup til, að aðferðin við veitingu giftingarleyfa
yrði einfölduð á þá leið, að amtmaður fengi þau send strax og
þau hefðu verið undirrituð. Honum væri þá heimilt að afhenda
þau að fenginni greiðslu, sem hann stæði Kansellíi skil á.
Hvorki prófastur né biskup nefndu hins vegar, að ekki liðu
nema sjö mánuðir frá skilnaði Péturs og Hólmfríðar, þangað til
fyrsta barn Péturs og Guðrúnar leit ljós þessa heims. Undir
venjulegum kringumstæðum hefði það talist vera hórdóms-
brot, en kirkjunnar menn hafa vonað, að Kansellí sæi í gegnum
fingur sér að þessu sinni. Sú varð raunin, ef til vill vegna þess að
ekki fór á milli mála, að Stefán amtmaður hafði hlaupið illilega
á sig og orðið sér til skammar. Snemma sumars 1823 ákváðu
Kansellí og konungur, að biskupi bæri að veita prófasti áminn-
ingu fyrir fljótræði. Ekki var minnst á hjónabandið, enda hafa
menn talið það vera í réttu samræmi við giftingarleyfið.
Algert bann við barnsmóður að eiginkonu lifandi
Pétur slapp með skrekkinn vegna þess að hann vildi eiga konu,
sem hann eignaðist börn með fljótlega eftir skilnað, þó svo
fyrsta barnið væri að öllum líkindum getið skömmu fyrir þá
athöfn. Umstangið var vegna fullyrðingar amtmanns um að
121