Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 124
SKAGFIRÐINGABÓK
hann hefði logið í umsókn sinni og ætlað að ganga að eiga þá
konu, sem hann hafði eignast börn með framhjá eiginkonu
sinni. Það er ljóst af álitsgerð Kansellís, að ekki kom til greina
að veita slíkt leyfi. I ákvæði hjónabandsgreina 1587 um giftingu
hórskilinna segir ekkert um það atriði, en í vitund löggjafans
hefur ákvæði um trúlofað fólk sem lagðist með öðrum þótt
nægja:
En ef þau misgjöra uppá báðar síður hvort um sig þá skal
hvorugu leyfast að samtengjast við þá persónu með hverri
þau hafa brotleg orðið hvort um sig fyrir sakir þessarar
hneyxlunar sem þar vill eftir fylgja.
í Norsku lögum frá 1687 var síðan kveðið skýrt á um hórskil-
ið fólk. Það mátti alls ekki ganga að eiga barnsmæður og barns-
feður sína frá því í hjónabandi. Við þau var miðað á Islandi og
tekið fram í giftingarleyfum hórkarla, að þeir mættu ekki giftast
þeirri konu sem þeir eignuðust barn með framhjá konu sinni.16
Eins var umsóknum hórskilinna karla um að kvænast barns-
mæðrum sínum synjað, hvernig sem þeir rembdust við að færa
rök fyrir máli sínu. Sveinn Jónsson bóndi í Borgargerði sótti 5.
maí 1824 um að egta Elínu Þórarinsdóttur, sem hann hafði eign-
ast barn með utan hjónabands.171 umsókninni fullyrti hann, að
eiginkona sín, Guðbjörg Asmundsdóttir, hefði haldið framhjá
sér með ónefndum manni. Síðan fór hún frá honum, og hann
gekk svo langt að synja fyrir faðerni barns sem hún eignaðist.
Sjálfur átti Sveinn barn með annarri konu skömmu síðar, og
Guðbjörg fór fram á skilnað. Honum barst til eyrna, að
16 Norsku lög 3-18-8, sjá þýðingu Magnúsar Ketilssonar, Norsku lög,
Hrappsey 1779, dálk 386. Varðandi leyfin má nefna sem dæmi giftingarleyfi
Eyjólfs Eyjólfssonar í Vigur í ísafjarðarsýslu, Halls Eyjólfssonar úr Barða-
strandarsýslu og Tómasar Olafssonar úr Héðinsfirði í Eyjafjarðarsýslu, ÞÍ.
Skjalasafn stiftamtmanns III—11. Konungsbréf 1766-74: 17. febrúar 1769
og 20. apríl 1770.
17 ÞÍ. Kansellískjöl 102: 5. maí 1824.
122