Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 125
SKAGFIRSKIR HÓRKARLAR OG BARNSMÆÐUR ÞEIRRA
skilnaður væri um garð genginn, og þá réð hann Elínu til sín
sem ráðskonu. Tveimur árum síðar varð hún léttari að barni
þeirra, og þá kom í ljós, að hann var ennþá kvæntur Guðbjörgu
og barneignin því hórdómsbrot. Vegna þessara mistaka áræddi
hann að biðja konung um fyrirgefningu og leyfi til að kvænast
Elínu. Jón Espólín sýslumaður lagði Sveini gott orð, en Grímur
Jónsson amtmaður taldi ekki ástæðu til að mæla með umsókn-
inni. Kansellí var sama sinnis og synjaði umsókninni um haust-
ið.
Hér lágu mörkin, þrátt fyrir örfáar undantekningar, sem
raunar sanna regluna. Arabilið 1820-40 sóttu tíu fráskildir
hórkarlar um hjónaband með barnsmæðrum sínum. Jónas
Gunnlaugsson, bóndi í Dölum vestur, fékk leyfi til að kvænast
Helgu Jósefsdóttur sumarið 1838, en hafði verið synjað tvívegis
áður. Þegar leyfið fékkst höfðu þau eignast fimm börn saman,
og yfirvöld á Islandi töldu heppilegra að leyfa þeim að eigast
heldur en þau héldu áfram að hlaða niður börnum, sem hætt
væri við að færu á sveit. Aðeins einn hórkarl fékk leyfi í fyrstu
tilraun, Guðmundur Guðmundsson húsmaður á Mörk í Húna-
vatnssýslu vorið 1823. Hann rökstuddi bón sína á þá lund, að
hann hefði eignast barn eftir að þau hjón slitu samvistum vegna
fátæktar. Amtmaður treysti sér ekki til að mæla með leyfi, og
engin leið er að skilja hvers vegna það var veitt. Guðmundur
hafði ekkert fram að færa, sem skildi hann frá hinum hórkörl-
unum. Til að mynda var sýslunga hans, Þorsteini Vilhjálmssyni
bónda á Urriðaá, synjað fáeinum mánuðum áður, en hann hafði
sér til málsbóta að barnsmóðirin væri ómissandi vegna uppeldis
barna hans. Hvorugum úrskurði Kansellís fylgdu röksemdir,
þannig að ekki verður séð hvers vegna brugðið var frá reglunni
við afgreiðslu á umsókn Guðmundar.18
18 Mál Jónasar er í ÞÍ. Kansellískjöl 132:4. maí 1832; Ka. 135:24. júlí 1834 og
Ka. 146: 12. október 1837. Mál Guðmundar er í Ka. 96: 31. ágúst 1822, en
Þorsteins í Ka. 96: 16. júní 1822.
123