Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 126
SK.AGFIRÐINGABÓK
Á meðan eiginkonan var á lífi kom ekki til greina að leyfa
fráskildum hórkörlum að leggjast í hjónasæng með barnsmæðr-
um sínum. Það jaðraði við tvíkvæni, sem var stranglega bannað.
Fáeinir hórkarlar á fyrri hluta 19. aldar gerðust reyndar svo
djarfir að sækja um hjónaband með barnsmóður sinni þó eigin-
konan væri á lífi og þau alls ekki skilin. Meðal þeirra var Oddur
Grímsson á Borgarlæk á Skaga.19 Hann skrifaði konungi 28.
september 1837 og vildi ganga að eiga Ingibjörgu Einarsdóttur,
sem hann hafði eignast tvö börn með í hórdómi. Eiginkona
hans, Arnbjörg Jónsdóttir, var veik, og þess vegna hafði hann
ráðið Ingibjörgu til að ráðska hjá sér. Það fyndna er að Oddur
notar sama orðalag og Tómas á Nautabúi tæpum tveimur ára-
tugum áður, segist hafa ráðið Ingibjörgu vegna veikinda Arn-
bjargar og hún hafi reynst afar vel. Þess vegna hafi honum orðið
hlýtt til hennar, „og fra Velvillie til Svagheder er í slige Tilfælde
for os Mennisker et kort Skridt.“ Þegar betur er að gáð kemur
á daginn, að sá sem færði umsóknina í letur var enginn annar en
Tómas Tómasson sjálfur, fluttur út á Skaga og orðinn með-
hjálpari og bóndi á Hvalnesi. Hann hefur átt í fórum sínum
eintak af umsókninni frá 1818, og nú kom hún að góðum
notum. Arnbjörg lét ekki sitt eftir liggja og umsókninni fylgdi
bréf hennar um samþykki:
Þar sem ég undirskrifuð fátæk bóndakona Arnbjörg Jóns-
dóttir, finn mig öldungis ófæra til að þjóna að búi míns
kæra egtamanns Odds Grímssonar eður sjá um það og
fjölskyldu hans eftir þörfum, sem nú eru 3 börn fyrir utan
mig sjálfa, er fyrir mörgum árum þrátt fyrir allar kostnað-
arsamar lækningatilraunir hefi misst fótanna brúkunar,
og nokkru síðar næstum því sjónina, og heimili þetta er
svo fátækt, að enginn lífsframdráttar vegur sýnist mögu-
legur fyrir alla þessa fjölskyldu ef við ekki fáum við
19 ÞÍ. Kansellískjöl 146:28. september 1837.
124