Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 128
SKAGFIRÐINGABÓK
stjórum að útvega honum aðra óviðkomandi kvenmanns
persónu, sem enn nú ekki er skeð og mun seint eður aldrei
verða vegna heimilisins bágbornu kringumstæðna. Þá
vegna alls þessa finn ég mig í hæsta máta orsakaða til auð-
mjúkast að óska mínum háttvirðandi yfirvöldum bæði
æðri og lægri stéttar mætti þóknast að mæla fram með
bónarbréfi manns míns Odds Grímssonar að konunglegri
hátign þóknast mætti að leyfa honum að innganga egta-
skap með téðri barnsmóður sinni Ingibjörgu Einarsdótt-
ur, í móti þeirri annars sjálfsögðu skyldu að hann og þau
bæði sjái um mig og veiti mér alla tilbærilega og mögulega
aðhjúkrun meðan líf mitt endist.
Undir þetta skrifuðu Tómas á Hvalnesi og séra Björn
Arnórsson í Hvammi, „að bóndakonan Arnbjörg Jónsdóttir
með fúsu ráði og fullri skynsemd, sjáanlega óþvinguð í alla
staði, lét semja og skrifa þetta attest.“ Ekki er að sjá að þeir hafi
haft áhyggjur af því að þetta var andstætt lögum, en Bjarni
Thorarensen amtmaður tók eftir því og bað Kansellí um að
veita meðhjálpara og presti áminningu fyrir að taka þátt í slíkri
óhæfu. Kansellí varð við þeirri bón og bað amtmann láta þá vita
af óánægju æðstu ráðamanna, enda væri umsóknin ekkert ann-
að en krafa um tvíkvæni, sem „naturligvis aldeles ikke kan
bevilges." Sömu meðferð fengu aðrir karlar sem sóttu um sama.
Niðurlag
Almenningur bar ekki endilega skynbragð á undarleg og tilvilj-
anakennd boð og bönn yfirvalda. Hvernig stóð til að mynda á
því, að hórkarlar máttu ganga að eiga barnsmæður sínar ef
eiginkonan var dáin, en alls ekki ef hún var heil heilsu í annarri
sveit að skilnaði loknum? Viðhorf alþýðu miðuðust við afkomu
og þarfir heimilisins, og þá var hjónaband nauðsyn. Fyrir vikið
þótti sjálfsagt, að húsbóndi fengi að kvænast barnsmóður sinni,
126