Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 129
SKAGFIRSKIR HÓRKARLAR OG BARNSMÆÐUR ÞEIRRA
að eiginkonu látinni eða eftir skilnað, ef hann á annað borð
hafði haldið framhjá og honum þótti stúlkan vænleg til
bústjórnar og bólfara. Framhjáhald var ekki fordæmt í sjálfu sér
og væri húsfreyjan talsvert eldri en húsbóndinn þótti það
skiljanlegt, jafnvel mæltu þær því sjálfar bót eða féllust á það án
athugasemda. Þjóðfélagshættir leiddu það af sér, að yngri karlar
og eldri konur gengu í hjónaband. Rökrétt afleiðing þess var
framhjáhald karla þegar eiginkonan var komin í kör. Þetta má
ráða af umsóknum hórkarla til konungs um hönd barnsmæðra
sinna. Eins er augljóst, að þau yfirvöld sem voru næst almenn-
ingi voru að mestum hluta sama sinnis. Sýslumaður mælti ein-
dregið með umsóknum, enda voru umsækjendur sennilega
flestir góðkunningjar hans, og hreppstjórar töldu varða
almannaheill að giftingarleyfi væru veitt. Prestar töldu jafnvel
tvíkvæni koma til greina ef það hentaði heimilinu og lögðu
áherslu á, að hjákonan hefði verið eiginkonunni svo afar góð.
Þannig var til staðar ákveðin samtrygging „á jörðu niðri“, ef svo
má að orði komast, í sveitum Skagafjarðar og án efa í öðrum
sýslum landsins. Þessir menn lögðu umsækjendum lið að hliðra
sannleikanum á sem heppilegastan hátt fyrir umsóknina. Fyrir-
staðan var hjá konungi og ráðgjöfum hans í Kaupmannahöfn,
sem lögðu strangasta skilning í aldagömul lög og reglur. Full-
trúi þeirra á Norðurlandi var amtmaður á Möðruvöllum, sem í
álitsgerðum sínum með umsóknum skagfirskra hórkarla mið-
aði við það sem mátti eiga von á samkvæmt lögum og hlýddi
skipunum að utan umyrðalaust. Þarna er kominn tvenns konar
skilningur á tilgangi hlutanna og lífsins. Annars vegar var miðað
við hagsmuni einstaklinga af holdi og blóði, en hins vegar við
velferð ímyndaðrar þjóðfélagsheildar. Talið var að hún þyrfti á
njörvuðu skipulagi að halda ef allt ætti ekki að fara úrskeiðis.
Þessar andstæðu skoðanir tókust á, en tímabilið sem hér um
ræðir hafði hin opinbera hugmyndafræði yfirhöndina. Á síðari
helmingi 19. aldar missti hún tökin og fólk fór að gera það sem
því sýndist.
127