Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 130
AÐ VERÐA FULLORÐINN
MINNINGAR FRÁ SEPTEMBERÁHLAUPINU 1943
eftir AXEL ÞORSTEINSSON í Litlubrekku
Ég sat á veggjarbroti uppi í Stekkjarlaut þar sem ég hafði leikið
mér frá fyrstu bernsku, við fætur mér voru leikföngin mín í
snyrtilegum röðum, horn, völur og kjálkar, og í spili til hliðar
voru tvö stór og uppsnúin hrútshorn rammlega bundin. Hrútar
gátu verið hættulegir þegar líða tók að vetri, en nauðsynlegir þó
til viðhalds tegundinni. Á öðrum stað voru leggirnir, sumir
litaðir, gamlir þráðarleggir; beizlistaumarnir lagðir snyrtilega
upp á makkann, marglitir þráðarspottar úr saumakörfu móður
minnar.
Þarna var bíllinn minn sem ég hafði smíðað úr spýtukubbum,
hjólin undurfallegar blámadósir, fest með „tútommu“, og
þarna við lindina tæru, sem liðaðist um grasigróna Stekkjarflöt-
ina, var báturinn, sem ég hafði telgt með vasahnífnum mínum.
Hann hafði víða siglt á þessu úthafi bernsku minnar. Þarna
handan við næsta nes var Brjóstsykursvík, þangað var farið með
upptíninginn á vorin. Mikið fjær var Eplavíkin, þangað var nú
aðeins farið fyrir jólin. Mikið var þetta allt skýrt og eðlilegt fyrir
augum mér. Ég vissi þó innra með mér, að sum þessi leikföng
voru löngu glötuð og ég hafði lítið komið þarna síðustu missir-
in.
Hugur minn var í einskonar tómarúmi milli fortíðar og fram-
tíðar, sýnin hvarf mér á andartaki og ég skynjaði nálægð
hennar. Hún sat andspænis mér á grasigrónum veggnum, kona
á óræðum aldri, gat verið hvort heldur var „móðir, kona eða
meyja“. Fráhenni stafaði svo mikilli hlýju og öryggi, að ég varð
128