Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 131
AÐ VERÐA FULLORÐINN
Vatn á Höfðaströnd, bernskuheimili sögumanns. Hægra megin er timbur-
hús, sem flutt var úr Grafarósi, líklega á öðrum dratug þessarar aldar. Til
vinstri erviðbygging úrsteini frd 5. dratugnum. Ford, drgerð 1942, vörubíll
Ólafs Þorsteinssonar d Vatni stendur í hlaði.
Ljósm.: Olafur Gíslason
gagntekinn, ég horfði niður á tær mér og þorði ekki að hreyfa
mig né líta upp. Hún tók mjúkum höndum um vanga mína og
neyddi mig til að horfa í augu sér og þvílík augu! I þeim sá ég í
senn reynslu horfinna kynslóða og leiðsögn til framtíðar.
Eg sá bóndabæ, lítinn og hrörlegan, og örlítinn þýfðan tún-
kraga umhverfis, en smám saman breyttist myndin, ég sá reisu-
legar byggingar úr steini, hvíta veggi og rauðmáluð þök. Ég sá
grasið bylgjast á rennsléttu túninu, sem teygði sig út frá bænum
svo langt sem ég sá. Augun djúpu slepptu mér, myndin hvarf,
en ég horfði í augu ungrar súlku með glettið og svo undurfallegt
bros á rjóðum vörum, ég vissi að þetta bros var fyrir mig og mig
einan, og í því var fyrirheit um allt heimsins yndi. Ég fann til
slíks unaðar, sem enginn getur lýst, aðeins notið. Hún lagði
hendurnar um háls mér, og varir hennar nálguðust mínar.
9 Skagfirdingabók
129