Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 132
SKAGFIRÐINGABÓK
„Hvað ósköp sefurðu fast, góði minn, geturðu ekki vaknað?“
Rödd móður minnar náði eyrum mínum, en ég vildi ekki vakna.
Eg kúrði mig niður og reyndi að ná þræðinum aftur, mikið var
hún falleg, en augnablikið var liðið hjá. „Þú þarft að fara niður
á Kletta með mat handa bræðrum þínum“ sagði röddin. Smám
saman seytlaði nýr dagur inn í vitund mína, ég settist upp og
klæddist. A veggnum andspænis var gamla klukkan að verða
hálf níu, við hlið hennar hékk mánaðardagurinn úr kaupfélag-
inu, 23. september 1943.
Ég gekk fram í eldhúsið. Móðir mín jós hafragraut á disk og
bar mér ásamt slátri og spenvolgri nýmjólk. Ég lauk við matinn,
ennþá á valdi draumsins. Ég forðaðist augnaráð móður minnar,
nú átti ég leyndarmál, það myndi ég aldrei segja neinum. „Þú
reynir að fá svolítinn fisk; ætli þeir hafi ekki róið í gær?“ Hún
fékk mér pokaskjatta, sem ég kastaði á bak mér og gekk út.
Himinninn hékk blýþungur við hæstu fjallabrúnir, hvergi
skýjaskil, það var blankalogn. Höfðinn handan vatnsins stóð á
„haus“ í spegiltærum fletinum. Frá sjónum handan Malanna
barst svarrandi brimhljóð sem var næstum yfirþyrmandi í
morgunkyrrðinni.
Ég gekk rösklega af stað. Þessi leið var mér vel kunn, ég
þekkti hverja þúfu og hvern stein. Þetta var leiðin sem ég hafði
gengið í farskólann á stórbýlinu niður við sjóinn; fjóra vetur,
tvær vikur skóli, tvær vikur frí. Alltaf tilhlökkun, orðið „náms-
leiði“ ennþá óþekkt. Skóli: Af hverju hafði ég hafnað boði for-
eldra minna „að fara til náms?“ Ég vissi, að kennarinn hafði
sagt: „Þið verðið að láta þennan strák læra, þessi strákur getur
lært.“ Ekki veit ég, hvernig þau ætluðu að mæta þeim kostnaði,
sem af því hefði hlotizt. Umhverfis geisaði styrjöldin, og
jákvæðra áhrifa hennar var ekki farið að gæta í minni sveit.
Frá því fyrsta hafði ég heyrt talað um kreppu. Ég hafði víst
fæðzt inn í kreppuna, og fyrir mér var hún eðlilegt ástand. Eng-
inn átti peninga, allar nauðsynjar voru skammtaðar í verzlunum
og sumar naumt, allt hið látlausa strit foreldra minna nægði að-
130