Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 134
SKAGFIRÐINGABOK
jú það var til nægur fiskur frá í gær, en það var ekki róið í
morgun. „Þetta er alveg bakkabrim, engin leið að komast út.“
Þeir tíndu fisk í pokann, ýsu og steinbít. „Hvað geturðu bor-
ið mikið? Ertu ekki að verða svolítið sterkur?“ Ég vó pokann í
hendi mér, líklega myndi þetta síga dálítið í á göngunni, en ég lét
þó bæta nokkrum fiskum í pokann, svona til að hressa upp á
ímynd mína. Ég kvaddi og gekk af stað lítinn spöl, lét þá af mér
pokann á þúfu og gekk út að sjónum. Mig langaði til að sjá
„bakkabrim". Þeir kunnu svo mörg orð frá sjómennskunni,
sem mér voru framandi, en það var nú óþarfi að láta bera neitt
á því hve fáfróður ég var. Hvílík reginátök. Oldurnar biðu þess
í löngum röðum, háhryggjaðar í logninu, að koma upp að land-
inu til að deyja, og þær dóu ekki átakalaust. Það hlaut að líkjast
mest fallbyssuskotum, þegar þær sprungu við stuðlabergsklett-
inn, sem skýldi víkinni að nokkru, en utar við Bæjarmölina
kvað við samfellt skerandi öskur þar sem útsogið þeytti fjöru-
grjótinu til og frá. Stríðið? Heima fann ég ekki svo mikið fyrir
því, þar var svo mikil friðsæld og öryggi. Ég fylgdist að vísu
með því í fréttum frá degi til dags, næstum eins og framhalds-
sögu, sem aldrei ætlaði að enda. Það var barizt hér norður af
landinu. Heilar skipalestir skotnar í kaf og olíuskipin. Voru
þetta sömu öldurnar og vögguðu heilu skipshöfnunum, sem
brunnu eins og kyndlar í olíueldunum? Ég fylltist óhugnaði,
tók poka minn og hélt af stað.
Það hafði þyngt í lofti, og nú fór að snjóa. Brátt var komin
svo mikil skæðadrífa, að allt varð á svipstundu hvítt og sá ekki
handaskil. Pokinn þyngdist á baki mér, ég færði hann æ oftar á
milli axlanna og vessinn úr blessaðri soðningunni seytlaði niður
mjóhrygginn. Þegar ég kom að túnhliðinu heima, var kominn
öklasnjór, og nú var veðurdynur í fjöllunum. Ég kastaði af mér
pokanum við bæjardyrnar og gekk inn. Vart hafði ég lokað
hurðinni, þegar norðaustan ofsaveðrið skall á eins og hendi væri
veifað. Það dimmdi fyrir gluggana meðan lausamjöllin sópaðist
saman í skafla. Engar veðurspár voru birtar vegna stríðsins,
132