Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 137
AÐ VERÐA FULLORÐINN
kallaði í eyra mér, að hann ætlaði að reyna að koma kindunum
heim, hvort ég vildi ganga niður að vatninu og gá undir bakk-
ana. Þegar ég kæmi að bæjarlæknum skyldi ég ganga meðfram
honum heim.
Eg lagði af stað, reyndi að hlaupa, en datt aftur og aftur í
klakabrynju minni. Ekki var ég kominn langt meðfram vatns-
bakkanum þegar ég sá einhverja þúst í skaflinum. Þetta var rétt
hjá allstórum læk, sem rann þarna í vatnið. Þústin reyndist vera
höfuðið á henni Hönk, ljónstyggri og stoltri tvævetlu, sem ég
þekkti vel. Nafnið var dregið af hornalaginu, hún var sérkenni-
lega hringhyrnd. Nú reisti hún hausinn og reyndi að brjótast
um, þegar hún sá mig, en hún gat sig hvergi hreyft. „Jæja, af
hverju hleypurðu ekki núna, flennan þín?“ sagði ég og mundi
henni margan sprettinn. Eg fór að krafsa snjóinn ofan af henni
og toga í hornin, og loks tókst mér að draga hana af stað, en
hvað var nú þetta? I holunni þar sem hún hafði verið kom í ljós
hausinn á henni Svartkollu. Hún var gömul og lífsreynd, góð
vinkona mín, alltaf þæg og spök. „Bíddu, Kolla mín“ tautaði ég
út í bylinn, „ég kem rétt strax að hjálpa þér,“ en fyrst varð ég að
koma tvævetlunni úr skaflinum. Eg streittist við sem mest ég
mátti, en mikið óskaplega var ég orðinn þreyttur. Loks komst
ég með hana á auða jörð, hún hvarf mér út í bylinn. Hún fannst
síðar hin hressasta og varð gömul ær. En nú var að ná Svart-
kollu, ég skjögraði til baka. Slóðin var horfin, allt orðið slétt. Eg
fann þó fljótlega staðinn þar sem ærin var og byrjaði að grafa
með höndunum. Það gekk nokkuð vel og ég gat hreinsað frá
hausnum á henni, en nú vandaðist málið. Hin ærin hafði sífellt
troðið snjóinn undir sig, og auk þess seig vatn frá læknum inn í
holuna. Snjórinn umhverfis kindina var harður eins og steypa.
Eg hamaðist, nýju ullarvettlingarnir þófnuðu fljótt í bleytunni,
urðu þykkir og óþjálir, og þetta gekk alltof seint. Eg tók af mér
vettlingana, vatt úr þeim mesta vatnið og hugðist stinga þeim í
vasana, en það voru engir vasar, aðeins klakabrynja. Eg kastaði
vettlingunum í snjóinn og krafsaði með berum höndum. Það
135