Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 138
SKAGFIRÐINGABÓK
gekk betur, en svo dofnuðu hendurnar og fóru ekki lengur að
vilja mínum. Það fóru að koma blóðblettir í snjóinn undan rifn-
um nöglum, og nú fór ég loks að gera mér gein fyrir, hvernig
þetta hlaut að enda. Eg laut niður, vatnið hækkaði í holunni,
það flaut nú um hálsinn á kindinni, hún skalf ákaflega og augun
þau mændu á mig biðjandi um hjálp. En nú gat ég ekki meira,
ég seig einhvern veginn saman, og kökkur myndaðist fyrir
brjóstinu. Ég var örþreyttur, og mér var óskaplega kalt. Atti ég
að bíða hjá henni? Nei, ég gat ekki beðið endalokanna. Mér
fannst ég vera að svíkja hana, er ég velti mér upp úr holunni og
skreið spölinn fram í fjöruna.
Og nú varð ég að komast heim. Eg hafði veðrið í bakið, er ég
óð krapaelginn inn fjöruna. Ég man þessa göngu mjög óljóst,
aðeins löngunina að hvíla mig, hvíla mig bara örlítið, en ég
stóðst þá freistingu, sem betur fer, enda óvíst, að ég hefði staðið
upp aftur ef ég hefði lagzt niður, jafnþreyttur og kaldur og ég
var. Nei, nú var ég á heimleið, og ekkert annað skipti máli. Bara
að komast heim.
Ekki varð mér neitt meint af þessu volki, hendurnar voru að
vísu sárar í nokkra daga, en einhvern veginn var allt breytt. Það
var ekki lengur bara gaman og eftirsóknarvert að verða stór, því
fylgdi ábyrgð og karlmennska, og ég taldi mig skorta hvort
tveggja. Ég þjáðist af sektarkennd, ég vildi ekki vera viðstaddur
þegar Svartkolla og tvær aðrar ær voru dregnar dauðar úr
skaflinum. Hefði ég ekki átt að geta bjargað þeim einhvern
veginn? Ef ég hefði tekið með mér skóflu? Ef ég hefði. ... Oft
vaknaði ég í svitabaði, var þá að berjast í krapinu og horfði í
augun á henni Svartkollu. En tíminn græðir.
Og svo var það draumurinn. Eflaust segja margir: „Hann var
nú bara að dreyma fyrir hríðinni, þetta er dæmigerður draumur
fyrir hríð og öðrum harðræðum.“ En fyrir mig var hann mikið
meira. Hann var mér leiðsögn, og þau fjörutíu og sex ár, sem
síðan eru liðin, hefur hann verið í mér og ég í honum, og ég hef
séð hann rætast.
136