Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 140
UPPVAKNINGUR í KIRKJUGARÐI?
FRÁSAGNARVERÐ KOMA STEFÁNS LÆKNIS
AÐ SILFRASTÖÐUM
eftir GUÐRÚNU S. MAGNÚSDÓTTUR
/
I ritsafni Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum er „Þáttur af
Stefáni lækni á Egilsá'1.1 Stefán læknir var Tómasson, fæddur
árið 1806 á Egilsá. Fékk hann nokkra tilsögn í læknisfræði, og
var honum veitt leyfi til lækninga. Stefán keypti Egilsá 1841 og
bjó þar til æviloka 1864. Nokkuð var hann drykkfelldur og
þótti ofstopamaður við vín, en annars ekki.
Einn kafli í þættinum af Stefáni lækni heitir: Stefán vill reyna
að vekja upp draug.2 Fyrst segir þar frá Silfrastaðahjónum, Ei-
ríki Eiríkssyni og konu hans, Hólmfríði Jónsdóttur, sem
bjuggu á Silfrastöðum 1852-54. Var Stefán á Egilsá í vinfengi
við þau. Sumarið 1853 fór Eiríkur kaupstaðarferð til Akureyr-
ar. Þann dag, sem von var á honum heim um kvöldið, kom Stef-
án að Silfrastöðum. Var hann blindfullur og lét illa. Þegar hátta-
tími kom, vildi Hólmfríður, að Stefán gengi til rekkju. Það vildi
hann ekki og kvaðst ætla að nota nóttina til að vekja upp draug,
því að hann þyrfti á honum að halda. Synir Eiríks og Hólmfríð-
ar, Eiríkur og Stefán, voru þá unglingsmenn, en Símon bróðir
þeirra nokkru yngri. Fylgdu þeir bræður á eftir Stefáni:
Stefán læknir slagaði nú út í kirkjugarð og settist þar klof-
vega yfir leiði Jóns Erlendssonar, merkisbónda, er áður
1 Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum: Ritsafn, II. Sagnaþœttir, Rvík 1985,131-
164.
2 Sama rit, 150-153.
138