Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 142
SKAGFIRÐINGABÓK
hafði verið húsbóndi hans. Lamdi hann hnefunum ofan í
leiðið og sagði í sífellu: „Upp þú djöfull og andskoti!“ A
þessu stagaðist hann um stund með grimmd, miklum há-
vaða og mörgum fleiri illum orðum.
Stóðu bræðurnir í leyni og höfðu fyrst gaman af, en svo fór, að
þeim ofbauð; fóru þeir til móður sinnar og sögðu henni frá
aðförum Stefáns. Hún lét kalla til sín húsmann, er Sigurður hét.
Hann var stór vexti og hraustur vel. Hólmfríður bað hann að
reyna að koma Stefáni inn í rúm eða fylgja honum heim, því að
sér þætti leiðinlegt þetta tiltæki hans. Sigurður kvaðst skyldu
reyna það, þó að óvíst yrði um árangur. Gengu þeir út Sigurður
og bræðurnir. Logn var og sótþoka með miklum úða. Klæddist
Sigurður í úlpu eina úr vaðmáli, sem var hvít að lit, en farin að
gulna af elli, og bræðurnir létu „blankhatt“ á höfuð honum.
Lögðu þeir allir á ráðin, hvernig fara skyldi að. Læddist Sigurð-
ur fram af hlaðvarpanum, út neðan undir honum og komst upp
í sáluhliðið.
Stefán var þá sem óðast að særa upp drauginn og lét mörg-
um illum látum. Kom nú Sigurður í ljósmál við kirkju-
hornið, vingsaði handleggjunum og hvæsti með dimmri
röddu og draugalegri: „Iss, iss.“ Var hann þá ærið mikil-
úðlegur í þokunni. Stefán leit við, sá dólginn og varð
hræddur. Vatt hann sér öfugur af leiðinu, stökk yfir
kirkjugarðsvegginn og þuldi fyrir munni sér: „Guð hjálpi
mér, djöfullinn er á hælum mér,“ en Sigurður fór öskrandi
á eftir honum heim á bæjarhlaðið, en þeir bræður hlupu
inn í skemmu á hlaðinu og hlógu dátt.
Stefán fór að rúmi Hólmfríðar og spurði, hvar hann mætti
leggja sig, djöfullinn væri á hælum sér og ásækti sig og þyrfti
hann vernd gegn honum. Hólmfríður kvað honum það maklegt
vegna athafnar hans. Vísaði hún honum á rúm gegnt henni.
Háttaði hann hið snarasta og svaf til morguns. Heyrði Hólm-
fríður hann biðja innilega fyrir sér, áður en hann sofnaði. Næsta
morgun var Stefán vel hress og reið heim að Egilsá.
140