Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 143
UPPVAKNINGUR í KIRKJUGARÐI?
Heimildarmenn Stefáns Jónssonar voru bræðurnir Stefán og
Símon Eiríkssynir, hvor í sínu lagi. Bar þeim nákvæmlega
saman. Báðir voru þeir sjónar- og heyrnarvottar, eins og fyrr
segir, og var frásögn þeirra rituð, á meðan báðir voru enn á lífi.3
Stefán Eiríksson var fósturfaðir Jóhönnu, móður Stefáns Jóns-
sonar. Bjuggu foreldrar hins síðarnefnda félagsbúi á Höskulds-
stöðum með Stefáni Eiríkssyni.4
Sagt er frá atburðum á Silfrastöðum í Þjóðtrú ogþjóðsögnum,
sem Oddur Björnsson safnaði.5 Fyrst er getið Stefáns bónda á
Silfrastöðum, sem lézt þar eftir skamma búsetu. Síðar segir, að
árinu eftir flutti bóndi að Silfrastöðum, er Jónas hét. Einn
sunnudag um sumarið kom Stefán á Egilsá að Silfrastöðum.
Ætlaði hann að finna bónda og fá hjá honum brennivín. Varð
hann reiður, er Jónas var ekki heima og skoraði á heimilisfólk
að láta sig hafa brennivín, að öðrum kosti færi hann út í kirkju-
garð og vekti nafna sinn upp. Þrátt fyrir bænir fólksins að láta
af þessari ætlan, fór Stefán út í kirkjugarð.
Leggst hann nú á leiði nafna síns og tekur að þylja inar
ófögrustu bænir og særingar. Þyrpist þá fólkið út að
kirkjugarðinum og báðu stúlkurnar Stefán hágrátandi að
hætta, og ætlaði fólkið alveg að tryllast af skelfingu, ef að
draugsi skyldi koma upp úr gröfinni. - Veit það þá ekki
fyrri til en að moldargusa kemur upp úr leiðinu, og
skvettist framan í Stefán.
Verður hann þá svo hræddur, að hann hleypur inn í bæ, leggst
upp í rúm í baðstofuhúsi og mælir ekki orð. Um kvöldið kemur
Jónas heim, og segir fólkið honum, hvað gerzt hafi. Þegar fólkið
er háttað, heyrir stúlka, sem Sigríður hét Olafsdóttir og svaf í
frambaðstofunni, að gengið er um bæinn. Sér hún, hvar bláleit
gufa kemur inn með baðstofuhurðinni, sem opnast, þangað til
3 Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum: Ritsafn, II. Sagnaþœttir, Rvík 1985, 153.
4 Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum: Ritsafn, I. Djúpdæla saga, Rvík 1984,15.
5 Oddur Björnsson: Þjóðtrú ogþjóðsagnir, Ak. 1977, 196-198.
141