Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 145
UPPVAKNINGUR f KIRKJUGARÐI?
asar Jónassonar frá Hrafnagili (d. 1918).6 Er þar tekið sem dæmi
um djöflatrú, að Stefán hafi verið staddur á Silfrastöðum um
kvöld að vetri til, mjög ölvaður. Hafði hann ærið ljót orð, svo
að fólki óaði við, og tók hann seinast „að snúa upp á kölska
bænum og blessunarorðum, sem hann vissi að fólkið kunni.
Þótti þá sem ófreskja nokkur kæmi inn í baðstofudyrnar og
ekki frýnileg, og tók hún að þokast inn við ummæli Stefáns.“
Þegar Stefán sá þetta, fór af honum drykkjuskapur. Gekk hann
fram og rak þessa ófreskju út. Almenn sögn í Skagafirði og talin
sönn, að því er þarna er sagt.
„Stefán Tómasson og myrkrahöfðinginn“ heitir frásögn í
Árbók Ferðafélagsins 1946.7 Sú bók er rituð af Hallgrími Jón-
assyni og fjallar um Skagafjörð. Segir þar, að Stefán á Egilsá hafi
eitt haust komið að Silfrastöðum snemma á vöku, nokkuð
drukkinn. Hann náði tali af einum vinnumanninum og til-
kynnti honum, að nú ætlaði hann að reyna að vekja draug upp
úr kirkjugarðinum. „Að svo mæltu hóf hann reið rangsælis
umhverfis kirkjugarðinn og söng særingaljóð, heldur en ekki
mögnuð.“ Vinnumaður sagði fólki frá athæfi Stefáns, og söngur
hans heyrðist inn í bæ. Um stund hljóðnaði háreystin, en svo
heyrðist bæjardyrahurð upp hrundið og hlaupið var inn
göngin. Stefán ryðst inn um baðstofudyr náfölur, hrópar
hástöfum á hjálp og segir, að sjálfur djöfullinn sé á eftir sér og
muni skammt undan. Hendir hann sér í ofboði upp fyrir eina
vinnukonuna, er sat á rúmi sínu. Heimilisfólki verður bilt við,
en bóndi einn sat rólegur á rúmi sínu og rakaði sauðargæru sem
ekkert væri um að vera. Nú fóru skruðningar, líkt og hörð og
skorpin hrosshúð væri dregin, að heyrast frammi í bænum, og
færðust þeir inn eftir göngum. Fylltist fólk ofsahræðslu, og
Stefán var að tryllast. Bóndi rakaði rólegur gæru sína, unz
6 Jónas Jónasson: íslenzkirþjóðhtettir, Rvík 1934, 404.
7 Hallgrímur Jónasson: Ferðafélag Islands. Árbók 1946. Skagafjörður, Rvík
1946, 37-39.
143