Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 146
SKAGFIRÐINGABÓK
heyrðist rjálað þungri, fálmandi loppu um hurðina framan-
verða. Þá stóð hann á fætur, mundaði gæruhnífinn annarri
hendi, en seildist með hinni eftir Passíusálmum, sem voru
geymdir undir skarsúðarsperru, sló þeim opnum, gekk síðan
fram að hurðinni, opnaði dyrnar og hvarf fram í göngin. Fyrst
var hljótt, en síðan heyrðist hið dragandi hrosshúðarhljóð þok-
ast til baka fram göngin. Undir háttatíma kom bóndi aftur jafn-
rólegur, stakk Passíusálmunum á sinn stað og hélt síðan áfram
að raka gæruna. Enginn yrti á hann, og hann sagði engin tíðindi.
Stefán var þarna um nóttina. Eftir þetta vildi hann aldrei nærri
kirkjugarðinum koma.
Hallgrímur segir frá sama atburði í bókinni Við fjöll og sæ.s
Þar segir, að um þessar mundir muni Jónas Jónatansson hafa
búið á Silfrastöðum. Að efni til eru þessar sagnir mjög líkar. í
hinni síðarnefndu er þó sagt, að Stefán hafi komið að Silfrastöð-
um á öndverðri jólaföstu. Þar gengur hann kringum bæinn, og
það rnarrar í hjörum sáluhliðs, þegar hann fer í kirkjugarð og
kemur þaðan aftur. Sömuleiðis segir þar, að bóndi sönglaði
erindi úr Passíusálmum, þegar hann gekk fram göngin, og grið-
kona yrði að ganga úr rúmi fyrir Stefáni.
Heimildarmaður Hallgríms (f. 1894) var Ólafur Hallgríms-
son, bóndi á Kúskerpi.8 9 Var Hallgrímur barn að aldri, þegar
hann heyrði söguna. Ólafur var vinnumaður á Silfrastöðum
1862-64.10 Þá var Jónas Jónatansson bóndi þar. Hallgrímur
nefnir Ólaf ekki með nafni í frásögnum sínum, segist ekki vilja
gera það, ef eitthvað hefði breytzt í meðförum sínum. Tekur
hann fram, að á rúmum sextíu árum gleymist margt, og ósjálf-
rátt geti sögumanni orðið á að fylla ofurlítið út í einstök atriði,
til þess að áheyrendum þyki meira til frásagnarinnar koma.
Hins vegar segir Hallgrímur sögumann sinn hafa verið við-
8 Hallgrímur Jónasson: Viðfjöll og sœ, Rvík 1963, 210-217.
9 Samkvæmt símtali 9. marz 1986.
10 Sóknarmannatal Silfrastaðasóknar 1853-67, í Þjóðskjalasafni íslands.
144