Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 147
UPPVAKNINGUR í KIRKJUGARÐI?
staddan atburðinn, þá ungling. Hafi hann séð og heyrt allt, sem
gerðist í baðstofunni. Kemst Hallgrímur svo að orði:
Enn man eg, líkt sem eg hefði heyrt í gær, lokaorðin í frá-
sögn gamla mannsins. Þau voru þessi: „Og eg er eins
sannfærður um — eins og eg er viss um að sjá ykkur hjónin
hérna fyrir framan mig - að það var sjálfur andskotinn,
sem var á leiðinni inn göngin á Silfrastöðum til að sækja
hann Stefán Tómasson lækni.“"
Hallgrímur segir einnig frá því, hvernig það atvikaðist, að hann
heyrði söguna. Honum var vísað út úr baðstofuhúsi, þar sem
foreldrar hans voru ásamt sögumanni. Þessi saga var ekki fyrir
börn. En Hallgrímur fór ekki lengra en fram fyrir húshurðina,
stóð þar á hleri og heyrði, hvað sagt var.12
I bók Guðmundar L. Friðfinnssonar á Egilsá, Örlög og
xvintýri I, er nokkuð sagt frá Stefáni Tómassyni.13 Einn kaflinn
heitir „Galdramaður og djöfull".14 Er þar sagt frá komu Stefáns
að Silfrastöðum. Atburðarás er mjög svipuð og hjá Hallgrími í
Við fjöll og sæ, og að efni til ber aðeins smávægilega á milli.
Guðmundur (f. 1905) heyrði sem barn Tómas Tómasson
segja söguna.15 Hann sagði, að sér hefði orðið sérlega minnis-
stætt, þegar Tómas lýsti hræðslu Stefáns og að hann skreið upp
fyrir vinnukonuna, sömuleiðis hræðslu fólksins og ró Jónasar.
Tekur Guðmundur fram í bók sinni, að Tómas hafi verið frá-
sagnamaður og kunnað vel að segja sögur.16 Geta má þess, að
handrit það, sem Guðmundur minnist á að til sé, er handrit
Stefáns á Höskuldsstöðum.
Eiður Guðmundsson (1888-1984) á Þúfnavöllum í Hörgár-
dal segir frá Jónasi Jónatanssyni á Hrauni í Oxnadal, áður á
11 Hallgrímur Jónasson: Við fjöll og sæ, 217.
12 Sama rit, 210, 217.
13 Guðmundur L. Friðfinnsson: Örlög og ævintýri I, Ak. 1984, 33-63.
14 Sama rit, 54-58.
15 Samkvæmt símtali 9. marz 1986.
16 Guðmundur L. Friðfinnsson: Örlög og œvintýri I, 70, 72.
10 Skagfirdingabók
145