Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 148
SKAGFIRÐINGABÓK
Silfrastöðum, í Búskaparsögu í Skriðuhreppi forna}7 Getur
hann þess, sem hann kallar ,atvik í lífi Jónasar’.18 Þar segir, að
Stefán á Egilsá hafi komið drukkinn að Silfrastöðum síðla
hausts að kveldlagi á fyrstu árum Jónasar þar, kringum 1860.
Baðst hann gistingar.
Fljótt eftir að Stefán kom inn, tók hann að æða um bað-
stofugólfið með formælingum og særingum og manaði
djöfulinn að koma og láta sjá sig.
Fólkinu í baðstofunni hraus hugur við, enda var djöfla-
trúin þá enn með fullu lífi hjá almenningi. Jónas sat þó
rólegur á rúmi sínu og rakaði gæru. Allt í einu ærðust
hundarnir frammi í göngum og hentust inn að baðstofu-
hurð. Skelfdist fólkið, en Stefán þó mest. Skreiddist hann
upp í rúm á bak við stúlku. Jónas gekk rólega til dyra,
„sneri sér að Stefáni um leið og hann gekk fram hjá honum
og mælti hægt en með þunga nokkrum: „Taktu nú mann-
lega á móti helvítis skræfan.“ Að svo mæltu fór hann fram
í bæinn og sefaði hundana.“ Var þá ókyrrð lokið.
Eiður getur þess að lokum, að Jónas hafi verið draugatrúar sem
flestir aðrir samtímamenn hans, en kjarkur hans og hugrekki
hafi ekki brugðizt. Segir hann frásögnina vera Jónasar sjálfs. -
Eiður gekk frá handriti um og fyrir 1970.19
II
Sögn Theódórs sker sig úr þeim sögnum, sem raktar hafa verið,
hvað varðar efni. Elún er sú eina, sem segja má, að geti kallazt
draugasaga. Moldargusan og strókurinn við húsdyrnar eru
gjörólík því, sem segir annars staðar. Að nokkru líkist hún frá-
17 Eiður Guðmundsson: Ritsafn, II. Búskaparsaga í Skribuhreppi forna, Ak.
1983,51-54.
18 Sama rit, 54.
19 Sama rit, 5.
146