Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 150
SKAGFIRÐINGABOK
vert á eldri frásögn. Sr. Jón Steingrímsson segir í ævisögu sinni
frá mjög svipuðum atburði í sambandi við afasystur sína, sem
átti heima á Silfrastöðum.20 Sá kafli birtist í Fjallkonunni árið
1898.21
Sögn Jónasar á Hrafnagili er einnig sérstæð. Aðeins þar er
sagt frá því, að ófreskja sæist í baðstofudyrum og Stefán hafi
sjálfur rekið hana fram. Hins vegar á hún það sameiginlegt með
sögn Eiðs, að kirkjugarðurinn er ekki nefndur og Stefán er orð-
ljótur í baðstofu.
Hjá Hallgrími og Guðmundi minnir það á frásögn Stefáns á
Höskuldsstöðum, þegar Stefán læknir kemur hræddur inn í
baðstofu og heldur, að djöfullinn sé á eftir sér, enda þótt
atburðum sé lýst á annan veg. Skruðningarnir í göngunum og
Passíusálmarnir, sem Jónas tekur undan sperru, eru hins vegar
ekki annars staðar.
Eiður segir frá því, sem hann kallar atvik í lífi Jónasar Jóna-
tanssonar, án þess að þar þurfi að vera um neitt yfirnáttúrlegt að
ræða, eins og gert er ráð fyrir í hinum sögnunum. Hundar fara
að vísu að gelta frammi í göngum, þegar Stefán fer með formæl-
ingar í baðstofu, en Jónas fer fram og sefar þá án sérstakra
umsvifa.
III
Nú hefur verið rakið ýmislegt í sögnum um komu Stefáns lækn-
is að Silfrastöðum, sem líkist frásögn Stefáns á Höskuldsstöð-
um, sömuleiðis sagt frá sameiginlegum atriðum í þeim og getið
nokkurra, sem eru sérstök fyrir hverja sögn. Verður þá litið yfir
sitt af hverju, sem eftirtektarvert virðist.
Ekki sýnist ástæða til annars en taka frásögn Stefáns á
Höskuldsstöðum trúanlega, a.m.k. í öllum aðalatriðum. Stefán
20 Jón Steingrímsson: Ævisaga, Rvík 1945,11-12.
21 Fjallkonan, XV 7, Rvík 1898, 26-27.
148