Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 151
UPPVAKNINGUR í KIRKJUGARÐI?
Eiríksson var 15 ára, þegar atburðurinn varð, og Símon bróðir
hans 10 ára.22 Er líklegt, að hann hafi orðið þeim minnisstæður.
Báðir munu þeir bræður hafa verið prýðilega skýrir menn.23
Varla getur leikið vafi á því, að sá atburður, sem Stefán lýsir,
hafi orðið mönnum að umtalsefni. Líklegt er, að Stefán læknir
hafi komið með asa inn göngin, og ef til vill hefur fólki í bað-
stofu orðið bilt við, því að það gat tæplega vitað, hvað gerzt
hafði. Ekki verður gizkað á, hversu mikið hafi verið gert upp-
skátt af því, sem raunverulega kom fyrir, en vel getur hugsazt,
að þeir, sem við málið voru riðnir, hafi ekki kært sig um, að
sannleikurinn kæmi í ljós. Hefði mátt búast við, að Stefán
reiddist, kæmist hann að því, hvernig leikið var á hann.
Jónas Jónatansson, sem nefndur er fullu nafni í þremur
sögnum, var bóndi á Silfrastöðum 1858-71, en fluttist þaðan að
Hrauni í Öxnadal.24 Bjó hannþar til æviloka 1906.1 sjálfu sér er
ekki svo undarlegt, að nafn hans tengdist þessari sögn vegna
langrar búsetu á Silfrastöðum. Eiríkur og Hólmfríður bjuggu
aðeins tvö ár á jörðinni,25 og Eiríkur mun fyrst og fremst hafa
verið kenndurviðDjúpadal, þar sem hann bjó lengst. Það vekur
þó athygli, að samkvæmt frásögn Hallgríms nefndi Ólafur
Hallgrímsson Jónas, sem hafði verið húsbóndi hans, og sagði
atburðinn hafa gerzt í tíð þeirra á Silfrastöðum.
Hjá Theódóri notar Jónas hárbeittan gæruhníf til að reka
strókinn út. Segja má, að það sé eðlilegt verkfæri til að reka burt
veru úr öðrum heimi. Gæruhnífar voru flugbeittir og hefðu átt
að vera hentugir til þess. Hnífa er og allvíða getið í sambandi við
drauga.26 Enn meira hlutverki gegnir hnífurinn hjá Hallgrími
22 Stefán Jónsson: Ritsafn I. Djúpdœla saga, Rvík 1984, 175,204.
23 Stefán Jónsson: Sama rit, 16; Ritsafn II. Sagnaþœttir, Rvík 1985. 214.
24 Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1958, 3. hefti, Rvík 1956, 27.
25 Sama rit, 27.
26 Sjá t.d. Sigfús Sigfússon: íslenzkarþjóðsögur og sagnir, II, Rvík 19S2, 173;
Jón Thorarensen: Rauðskinna hin nýrri, I, Rvík 1971, 236; Þorsteinn Er-
lingsson: Þjóðsögur, Rvík 1954, 35-36; Jón Arnason: íslenzkarþjóðsögur
og avintýri, I, Rvík 1954, 308, 507.
149