Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 152
SKAGFIRÐINGABÓK
og Guðmundi, þar sem því er lýst, hversu rólegur bóndi er að
raka gæru, unz allt er að komast í óefni. Þá mundar hann gæru-
hnífinn, grípur Passíusálmana og heldur af stað með hvort
tveggja fram göngin. Hjá Eiði er Jónas að raka gæru, en hnífsins
er ekki getið, enda hefur hann þar engu hlutverki að gegna.
Eins og áður er getið, er sögn Eiðs sérstæð að því leyti, að þar
þarf ekki að gera ráð fyrir neinu yfirnáttúrlegu. Skýra mætti það
með því, að þarna hefði allt slíkt þurrkazt út og sagan væri sögð,
eins og líklegt þætti, að hún hefði gerzt. I því sambandi er
athyglisverð sú afstaða Eiðs til djöfla- og draugatrúar, er lesa má
út úr orðum hans, sem áður eru nefnd. Væri þessi tilgáta ekki
rétt, væri tæplega um annað að ræða en að raunverulega hafi
komið fyrir atvik á Silfrastöðum í tíð Jónasar líkt því, sem Eiður
segir frá.
Ekki verður hjá því komizt að draga þá ályktun, að sagnir
Theódórs, Hallgríms og Guðmundar eigi rætur að rekja til þess
atburðar á Silfrastöðum, sem Stefán á Höskuldsstöðum lýsir.
Greinilegt samband er milli hinna fyrrnefndu og sagnar Eiðs,
sömuleiðis virðist það vera milli hennar og sagnar sr. Jónasar;
þá er orðalag líkt hjá Eiði og Theódóri, eins og fyrr er getið.
Það er alþekkt, að sagnir breytist í meðförum, oft á skömm-
um tíma. Dæmi eru um röng nöfn, að óskyldum viðburðum sé
blandað saman og ýmsar aðrar missagnir. Þá er það þekkt, að
sérkennilegur atburður verði til þess, að þjóðsaga myndist.27
Sagnir um frásagnarverða komu Stefáns læknis að Silfrastöð-
um virðast vera dæmi um þess konar breytingar. Aður en langt
er liðið frá síðustu aldamótum, eru komnar á kreik mismunandi
sagnir um þennan atburð. Þá var liðin rúmlega hálf öld, frá því
að Stefán reyndi að vekja upp draug í kirkjugarðinum á Silfra-
stöðum.
27 Guðni Jónsson: „Sannfræði íslenzkra þjóðsagna“, Skírnir 114, Rvík 1940,
25-27.
150