Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 155
LEGSTEINN VIGFÚSAR SCHEVINGS
Þversnið steinabrúnanna ífullri stærð. I Legsteinn Vigfúsar Schevings.
II Legsteinn Ólafs Stefánssonar? Teikning: Sveinbjörn Rafnsson 1969
honum, þegar kirkjugarðurinn var lagfærður fyrir fáum árum,
eins og frægt varð.
Steinninn er 96 X194 cm að stærð og örugglega innfluttur. A
brúnum hans er mótaður kantur (sjá mynd), og í hverju horni
kringlótt hola, 11,5 cm í þvermál, sem skrautsteinar í öðrum lit
hafa verið felldir í. Þeir eru nú allir veðraðir úr. Áletrunin er
með latínuletri, upphafsstöfum, stafastærð 28 mm, nema í
nöfnunum, 41 og 39 mm. Vísan (og línan þar á eftir) er þó með
lágstöfum (skáletri). Aletrunin er svo fagmannlega meitluð í
steininn, að telja verður víst, að það sé gert á verkstæði erlend-
is, en eflaust undir eftirliti Islendings.
Eins og sést á ljósmynd, er talsvert farið að brotna upp úr
steininum, og er áletrunin orðin all gloppótt. Reynt var að fylla
í skörðin með ágizkun, en tvær eyður stóðu eftir ófylltar. í von
um að gömul uppskrift fyndist var haft samband við allmarga
aðila. Það sem hafðist upp úr krafsinu var greinargerð eftir dr.
Sveinbjörn Rafnsson prófessor, dagsett 1. ágúst 1969.1 Svein-
björn kveðst hafa hreinsað steinana í júlí 1969 og teiknað þá
1 Greinargerðin er í Þjóðminjasafni. Þór Magnússon þjóðminjavörður útveg-
aði ljósrit af henni, og Sveinbjörn gaf leyfi til að nota hana, sem hér skal
þakkað.
153