Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 157
LEGSTEINN VIGFÚSAR SCHEVINGS
Varðandi áletrunina skal eftirfarandi tekið fram. í fyrstu línu
les Sveinbjörn Rafnsson UNDIR. Þarna er steinninn nú moln-
aður. Mér virðist ekki vera pláss fyrir tvo síðustu stafina og er
þeim því sleppt. Auk þess kemur það betur heim við bragar-
háttinn. í 9. línu er sett AUNNU (en ekki ÖNNU), með hlið-
sjón af grafskrift og útfararminningu Vigfúsar. 110. línu virðist
sem orðinu VINSTRI hafi verið bætt við eftir á. Það hefur náð
út að kanti steinsins, en hitt verið miðjusett. Orðið er nú alveg
horfið, en þegar Sveinbjörn las á steininn, mátti greina þrjá síð-
ustu stafina. Fremst í annarri hendingu vísunnar hefur Svein-
björn orðin fióla gódverka, en af ljósmyndinni sést að fyrra
orðið endar á d (þ.e. fjöld góðverka).
Vel má vera, að Magnús Stephensen hafi pantað steininn í
utanför sinni til Kaupmannahafnar 1825-26. Hann minnist að
vísu ekki á neitt slíkt í Ferðarollu sinni, sem er nokkuð ítarleg
dagbók úr ferðinni.2 Það útilokar þó ekki, að steinninn hafi
verið pantaður þá. Ferðarollan endar 6. apríl 1826. Um tímann
fram til 23. maí, þegar Magnús hélt heim á leið, er aðeins varð-
veittur örstuttur útdráttur.
Legsteinn Ólafs Stefánssonar?
Rétt er að minnast hér á stærri legsteininn, þó að ekki sé vitað
með vissu yfir hverjum hann er. Sveinbjörn Rafnsson taldi sig
geta greint stafina NSEN í föðurnafninu. Ef það er rétt, þá er lík-
legast að steinninn sé yfir foreldrum Magnúsar, þeim Ólafi
Stefánssyni (1731-1812) stiftamtmanni og Sigríði Magnúsdótt-
ur (1734-1807) konu hans. Því til stuðnings má nefna, að í for-
mála minningarritsins um Olaf Stefánsson, sem kom út 1820,
nefnir Magnús eina ástæðu fyrir því, hve lengi hafi dregizt að
koma æviminningunni á prent. Þau systkinin hafi haft „í ráði
2 Jón Guðnason (útg.): Ferðarolla MagnúsarStephensen (Rvík 1962), 208 bls.
155