Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 159
LEGSTEINN VIGFÚSAR SCHEVINGS
voru þó ekki sjáanlegir. Af þessum fáu stöfum má ráða, að
áletrunin hafi verið á íslenzku. Til eru prentaðar grafminningar
um þau hjónin; grafskrift Olafs er á latínu og er eftir sr. Arna
Helgason, en Magnús Stephensen snaraði henni á íslenzku.
Grafskrift Sigríðar var samin af Benedikt Gröndal eldra, á
íslenzku.4 Þessum grafskriftum verður ekki komið heim og
saman við þá stafi, sem greina má efst á legsteininum í Viðey,
enda má telja víst að Magnús Stephensen hafi gert nýja sameig-
inlega grafskrift yfir foreldra sína.
Prentaðar grafskriftir
A árunum 1818-26 gaf Magnús Stephensen út tímaritið
Klausturpóstinn. I fyrsta árgangi birtist eftirfarandi frétt um
embættismenn, sem dáið höfðu á sóttarsæng á árinu 1817:5
Fyrrum sýslumaður í Hegraness þíngi, Vigfús Scheving,
á 83. aldurs ári. Hann var jarðaður í Viðey, þann 22.
Decembr., og á silfurskjöld líkkistu hans var þetta letur
grafið:
4 Minning Frúr Stiptamtmannsinnu Sigríðar Magnúsdóttur Stephensen
(Leirárgörðum 1810), bls. 27- 29. Sjá einnig útfararminningu Olafs Step-
hensens (Viðeyjarklaustri 1820), bls 48-49. Þess má geta, að Ólafur var hálf-
bróðir Sigurðar Stefánssonar, síðasta Hólabiskupsins.
5 Klausturpósturinn, 1. árg. (Beitistöðum 1818), bls. 13. Þessi grafskrift var
sérprentuð í stóru broti, eins og sjá má af reikningum Beitistaðaprent-
smiðju. Ólafur Pálmason: „Beitistaðaprent"; Helgakver. Afmœliskveðja til
Helga Tryggvasonar 1.3.1976 (Rvík 1976), bls. 76. Af 46 eintökum sem
prentuð voru, er nú ekkert varðveitt. Einnig var grafskriftin prentuð í útfar-
arminningu Vigfúsar Schevings (Beitistöðum 1819), bls. 20, sbr. 8. neðan-
málsgrein.
157