Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 166
SKAGFIRÐINGABÓK
Var snjórinn mjög laus, og skipti ekki miklu, hvort gengið var
á skíðum eða skíðalaust.
Loft var alskýjað þennan morgun, og útlitið tvísýnt, og bezt
að spá sem minnst um framhaldið. Það var a.m.k. augljóst hvað
gerðist ef hvessti, stórhríð, og þurfti ekki mikinn storm til. Við
héldum venjulega leið austur yfir Víðinesháls og til Skriðu-
lands. Einn félagi okkar, Stefán Björnsson, hafði farið þangað
kvöldið áður og gist um nóttina.
Við stóðum stutt við á Skriðulandi, enda ekki í þörf fyrir
hressingu, en fátítt mun, að ferðalangar legðu á Helju að vetri til
án þess að fá næringu og stundum holl ráð á þeim bæ.
Þegar við fórum frá Skriðulandi, var byrjað að snjóa, en logn-
ið hélzt. Mjöllin var hátt í sokkaband eins og sagt var í þá daga,
en trúlega veit unga fólkið ekki hvað við er átt með þeirri mæli-
stiku. (Buxur voru girtar niður í sokka, sem haldið var uppi með
bandi stuttu neðan við hné).
Við fórum fremur hægt fram Kolbeinsdalsafréttina, tróðum
eina slóð og skipt var um forystu af og til, en ekki voru allar
vaktirnar jafn langar. Kom fljótt í ljós, að sveinar voru misjafn-
lega vel þjálfaðir til göngu. Rennsli var ekkert enda ekki tilkom-
inn sá áburður, sem nú til dags gerir allt snjólag jafnágætt, að-
eins að nota hinn rétta áburð. Aðalskíðaáburðurinn var stein-
olía í blautum snjó og kertavax í frosti. Snjórinn óx eftir því,
sem framar kom í afréttina, og snjókoman einnig. Við fylgdum
símalínunni, enda syrti óðum. Þegar kom fram um Heljar-
brekkur, en þær eru sunnan við Heljarána, náði snjórinn okkur
í mitt læri, og í klof á þeim sem lægstir voru í loftinu. Þannig
hélzt færið fram Heljardal. Norðan kæla gaf til kynna, að búast
mætti við kófi, enda þurfti lítið til að hreyfa mjöllina.
Þegar við fórum frá Skriðulandi, gerði ég mér ljóst að um
Hákambaferð yrði ekki að ræða. I rauninni var ég ekkert
óánægður yfir því, gat vel komizt heim næsta dag. Eg hafði
alloft farið bæði Sandskarð og Klaufabrekkur og þekkti þá fjall-
vegi vel í björtu. Þegar farið er úr Svarfaðardal um Sandskarð er
164