Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 168
SKAGFIRÐINGABÓK
Á Atlastöðum fengum við hinar beztu viðtökur og hvíldumst
þar góða stund. Svarfdælingarnir áttu heima framarlega í daln-
um og héldu til síns heima um kvöldið og Eyfirðingarnir með
þeim til gistingar. Við Stefán gistum á Atlastöðum, enda átti
hann þar frændur (föðurbræður) og lengst að fara heim. En ég
lét mig dreyma um ferð vestur yfir Sandskarð næsta dag.
Ekki rættist sá draumur, því dimmviðrið hélzt og snjókom-
an. Hætti ég því að hugsa um Sandskarð, en fór með Stefáni út
í Klaufabrekknakot, þaðan var leiðin stytzt um Klaufabrekkur.
Næsta dag var veður óbreytt, snjókoma með smá upprofum,
þannig að stundum sá milli næstu bæja, en engin fjallasýn. Eg
gerðist nú heldur órór og svekktur yfir tíðarfarinu, vissi líka, að
fólkið mitt heima í Lundi færi að leiða getum að, hvar ég væri á
vegi staddur, og hvenær ég kæmi. En bót var í máli; með síman-
um var hægt að koma fréttum milli byggða og bæja. Símstöð var
á Urðum. Þangað fór ég árla morguns og náði sambandi við
Þrasastaði og bað að láta vita heima, hvar ég væri staddur, og
mundi ekki koma fyrr en upp birti og ekki leggja í tvísýnt útlit.
Þó skíðafæri væri engan veginn gott og hríðarjagandi, fór ég frá
Urðum niður að Brautarhóli og heilsaði upp á frændfólk mitt,
sem þar bjó. Kristín húsfreyja var föðursystir mín. Ekki vildi ég
gista þar um nóttina, en fór aftur fram að Klaufabrekknakoti
um kvöldið. Vildi vera sem næst leiðinni, ef fjallaveður yrði
næsta dag.
Skal nú fljótt yfir sögu farið. Jólin gengu í garð án þess að upp
birti. Aldrei var á annað minnzt, en ég héldi til á heimili Stefáns
þar til ferðaveður kæmi og fært yrði vestur yfir Klaufabrekkur.
Eg hafði ekki kynnzt foreldrum hans, Birni og Stefaníu áður.
Þau voru ágætar manneskjur og Björn viðræðugóður og fjöl-
fróður. Eg átti hjá þeim hin ágætustu jól, því þau létu mig í öllu
njóta hins sama og son sinn í framkomu og umönnun.
Auk þeirra hjóna og Stefáns var á heimilinu gamall maður,
Jón að nafni. Hann lá rúmfastur, og var sér í herbergi. Eg
kynntist honum ekkert. Þegar við Stefán vorum fyrir stuttu að
166