Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 169
HEIM í JÓLALEYFI 1925 OG 1934
rifja upp þennan tíma, segist hann muna, að ég hafi verið all-
ókyrr og gengið mikið um gólf. Efast ég ekki um, að Stefán
muni það rétt, hef sjálfsagt hugsað æðioft vestur í Lundinn, þó
vel færi um mig á allan hátt. Eg las allmikið, og einnig var nokk-
uð spilað. Svo var gengið um gólf, gáð til veðurs og spjallað við
heimafólk. A þriðja dag jóla fór að rofa til og vakti vonir um
fjallaveður næsta dag.
Ohemjumikill snjór var kominn. Eg þekkti vel leiðina yfir
Klaufabrekkur. Hún er öll í fangið upp í skarð og sums staðar
brött. Vissi því vel, að ég fengi mig fullreyndan, þó ég væri á
skíðum. Eg náði sambandi við félaga minn, Björn í Göngu-
staðakoti, og bað hann að fylgja mér upp í skarð. Var það auð-
sótt, og sjálfsagt. Björn var þrekmikill og þolinn, auk þess vanur
á skíðum.
Þegar við lögðum upp næsta morgun, var hætt að snjóa og
bjart til fjalla, en loft skýjað. Hvergi var grynnra en í hné og bet-
ur sums staðar. Ferðin sóttist þó sæmilega. Björn pældi á undan
drjúgan hluta leiðarinnar upp í Klaufabrekknaskarð, en þar
skildu leiðir. Björn renndi sér slóðina til baka og hefur áreiðan-
lega skilað vel. Eg átti enn drjúga leið fyrir höndum, niður
Klaufabrekknadal og heim alla afrétt til Þrasastaða, fremsta
bæjar í Stíflu austan ár. Hvílíkurfeiknasnjór, hvergi rifið af hæð
eða hrygg. Vestan í skarðinu er allhá og snarbrött brekka, sem
Þumlungsbrekka heitir. Hefur sennilega fengið nafn sitt af því,
að ferðalangar þurftu að þumlunga sig upp hana. I vetrarferðum
hafði ég stundum átt fljóta ferð niður, svo að mér þótti nóg um.
Nú var rennslið svo til ekkert vegna snjódýptar.
Þegar komið var langleiðina niður Klaufabrekknadalinn
þóttist ég sjá eitthvað á hreyfingu niðri í Heiðarhalli, en það
tekur við af Lágheiðinni, Stíflu megin. Brátt sá ég, að þar voru
menn á ferð og að störfum. Snjóflóð hafði fallið úr Hallklettin-
um, brotið símastaura og slitið víra. Voru Þrasastaðapiltar að gera
við skemmdir til bráðabirgða, svo símasamband kæmist aftur á
milli stöðva. Mikið fannst mér notalegt að hitta þarna góða
167