Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 170
SKAGFIRÐINGABÓK
nágranna, og hafa slóðina þeirra heim að Þrasastöðum. Á þess-
um stað var svo til árviss snjóflóðahætta, og þurfti ekki svona
mikinn snjó til. Hengja myndaðist í efstu brún klettsins, sprakk
fram og braut venjulega eitthvað af staurum. Seinna var símalín-
an flutt suður fyrir Drykkjará, en þar er snjóflóðahætta svo til
engin.
Á Þrasastöðum hvíldi ég mig góða stund, drakk kaffi og
spjallaði við heimafólk, hélt svo ferðinni áfram út í Lund, á
áfangastað.
Heima var mér fagnað eins og týndum syni og mikið gott og
gaman að vera kominn heim. Það gerði ekkert til, þó jólin væru
liðin. Enn voru nokkrir dagar eftir af jólaleyfinu, og þeir voru
svo sannarlega vel notaðir. Það var venja í Stíflu að fara að
heimboðum milli bæja um jól og áramót. Þá var spilað og
stundum dansað. Auk þess hélt Ungmennafélagið Von í Stíflu
dansleik að Hring. Þar var stundum þröng á þingi í litlu stof-
unni og öll bæjarhús undirlögð af samkomugestum, en þetta
þótti sjálfsagt á þeim bæ. (Sumarið eftir var svo samkomuhúsið
Miðgarður byggt. Þangað færðist allur mannfagnaður og
fundahöld). Að sjálfsögðu sótti ég þessa skemmtun og kunni
vel að meta.
Til Hóla fór ég Hákamba. Snjór hafði sigið og þétzt þannig
að skíðafæri var harla gott. Fór ég nú á mínum skíðum, en dró
hin í spotta.
Þetta ferðasögukorn er senn á enda. Ljóst er, að ekki segir hér
frá neinum harðræðum né mannraunum, en sýnir þó, „að eng-
inn ræður sínum næturstað“.
Stundum hefur flogið í huga minn, að erfið hefði gangan orð-
ið norður Hákamba í þeirri ófærð sem var. Að fara byggð var
heldur ekki góður kostur. Það er drjúg leið út Oslandshlíð,
Höfðaströnd, Sléttuhlíð, og Vestur-Fljót, og vandséð, hversu
langar dagleiðir ég hefði haft í hríðarveðri og ófærð. Gat ég ekki
reiknað með neinni samfylgd, sem létti gönguna. Það gæti vel
hafa tekið fjóra til fimm daga að komast heim, þrátt fyrir að
168