Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 171
HEIM í JÓLALEYFI 1925 OG 1934
leiðin lægi um þéttsetnar byggðir. Ef til vill hefur þetta þrátt
fyrir allt, verið léttasta lausnin, þó ferðin gengi seint.
Pví má bæta við, að fleiri Hólamenn áttu langa ferð fyrir
höndum og lentu í harðræðum. Húnvetningar hrepptu hin
verstu veður og færi, gistu á fjósloftinu í Valagerði og komust
fyrir tilviljun heim í Stóra-Vatnsskarð og héldu þar kyrru fyrir
í sólarhring. Nánar segir Guðmundur Jónasson bóndi í Asi í
Vatnsdal frá þessu eftirminnilega jólaleyfi í bókinni Aldnir hafa
orðið, 3. bindi, bls. 244-45.
Um þessi jól féllu víða snjóflóð, og urðu af skemmdir og
mannskaðar. Á Heljardal féll snjóflóð, ekki löngu eftir að við
fórum þar um, og braut marga símastaura. Áður er getið um
skemmdir á símalínunni um Lágheiði.
Snjóflóð féll á bæinn Sviðning í Kolbeinsdal, braut niður hús,
og fórust þar þrjár manneskjur. Sjá frásögn Kolbeins Kristins-
sonar frá Skriðulandi í Skagfirðingabók, 6. hefti, 1973.
Sem dæmi um óvanalega snjódýpt, má nefna, að þegar Hóla-
hrossin voru sótt fram í Hólahagann og rekin heim, sá ekki á
hrygginn á fremstu hrossunum. Það var líkast því að þau væru
á sundi, sagði Tryggvi Jónatansson bóndi á Litlahamri í Eyja-
firði. Hann var þá í Hólaskóla, fór ekki heim um jólin, var einn
þeirra, sem sóttu hrossin.1
/ febrúar 1982
1 í ritverkinu Hrakningar og beiðavegirl, bls. 188-192, sem þeir Pálmi Hann-
esson og Jón Eyþórsson tóku saman, segir Kristinn Guðlaugsson á Núpi frá
ferðalagi sjö skólapilta frá Hólum í jólaleyfi árið 1890. þeir fóru Héðins-
skörð, fóru sömu leið til baka og hrepptu hin verstu veður.
169