Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 172
SKAGFIRÐINGABÓK
Villa á Hákömbum 1934
Eg byrjaði leikfimikennslu við Bændaskólann á Hólum haustið
1934. Ég var einfari, átti ekki fjölskyldu, og ákvað að vera um
jólin heima í Lundi. Jón Sigurðsson frá Vémundarstöðum í
Olafsfirði var þennan vetur hjá Sigurjóni Benjamínssyni bónda
á Nautabúi. Jón var ungur maður og röskur og ætlaði að dvelja
heima hjá sér um jólin. Við ákváðum að verða samferða og fara
Hákamba. Við lögðum eldsnemma upp frá Hólum. Snjór var
ekki mikill og skíðafæri gott. Loft var skýjað, og fjallasýn virtist
eðlileg. Okkur skilaði vel fram Kolbeinsdal og upp eftir Heljar-
dal, en stuttu áður en við tókum stefnuna norður á Hákamba,
byrjaði að dimma með nokkurri logndrífu og byrgði fjallasýn.
Ekki létum við það neitt á okkur fá, en héldum ótrauðir áfram.
Leiðin átti að vera nokkuð í fangið, en ekki hættuleg, fyrr en
kæmi út á Kamba, en þar eru sums staðar klettar Svarfaðardals-
megin.
Eftir nokkra göngu vorum við komnir í mikinn hliðarhalla,
virtist í rauninni vera snarbrött fjallshlíð. Ekki kannaðist ég við
þessa brekku og þóttist viss um, að við færum villir vegar. Ekki
var útlitið gott, en samt ákváðum við að halda áfram og fara
gætilega, ef ske kynni að klettar væru framundan. Svo var þó
ekki og brátt hallaði undan fæti, og von bráðar komum við nið-
ur í dalbotn, sem við þóttumst vita, að væri Deildardalur.
Höfðum við gengið of mikið á vinstri hönd. Ekki fannst okkur
ráðlegt að leggja á brattann upp dalbotninn, enda virtist liggja
þoka á Kömbunum, þó bjart ætti að heita niðri í dalbotninum
og snjófjúkið hverfandi. Við tókum þann kostinn að halda nið-
ur dalinn, taka gistingu á góðum bæ og fara næsta dag fram
Unadal og annað hvort Tungufjall eða Mjóafellsjökul.
Ekki gerðum við vart við okkur á Kambi og Brúarlandi en á
Grindum knúðum við á dyr. Ekkert þekktum við til á þeim bæ.
Húsfreyja kom til dyra og færði okkur drykk, sem við báðum
170