Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 176
SKAGFIRÐINGABÓK
Orgel var flutt heim að Hólum vorið 1890, dregið á ís frá
Kolkuósi, og hefur án efa bætt söngmennt í Hjaltadal.
14
Hér eru víða lestrarfélög, og í hverjum hreppi húnaðar-
félög, og þar af leiðandi starfað mikið að jarðabótum.
Barnakennarar eru 1 og 2 í hverjum hrepp og vinna með
alúð og atorku að starfi sínu . . .
Það er í sannleika rétt mælt um Skagfirðinga, að þeir
eru alls ekki á eftir öðrum sýslum íframfaralegu tilliti, og
er hxgt að sanna það með mörgum dxmum; enda eru hér
mjög góðir og leiknir félagsmenn innan um, sem verð-
skulda þökk og heiður. Og Skagfirðingar eru skynsamir
og gxtnir menn; þeir sigla ekki með þeim seglum, sem
skip þeirra eru ekki fxr um að bera. Þeim hefir verið
brugðið um það, að þeir séu engir pólitískir áhugamenn.
Það getur nú máske verið satt, en þeir eru þó með. Þeir
hreykja sér ekki of hátt og eru ekki upp fullir með „póli-
tískan vind“ eða „vindbólur“, sem þá og þá springa af
sjálfu sér.
Stefnir 7. marz 1896
Bréfritari er að setja ofan í við einhvern. Ætli hann sé ekki ráð-
settur bóndi í álnum, ánægður með sitt? Hagsýnn maður, sem
veit að flas er ekki til fagnaðar; stendur fast á sínu, en ýkir ögn
til að bæta málstað sinn: Lestrarfélög voru nokkur, búnaðar-
félög í hverjum hreppi, en jarðabætur fremur litlar og launaðir
kennarar sagðir fleiri en raunin var.
Víst hafa menn erfiðað með páli og reku, skorið ofan af
þúfnakollum, grafið skurði, hlaðið garða. En afraksturinn var
rýr.
174