Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 177
UR GOMLUM BLOÐUM III
15
Um vorið mun víða bafa séð á fólki í Skagafjarðarsýslu
og Húnavatnssýslu . . . en líklega er það orðum aukið, að
fólk hafi beinlínis dáið úr hungri, en vesaldarlíf befir það
verið fyrir þá, sem lengi vors lifðu mestmegnis á borræfl-
um af hestum og kindum eða af eintómum þurrum
sjómat, en þess munu ekki allfá dæmi.
Norðurljósið 31. desember 1887
Veturinn 1886-87 var fimbulharður, hafís lagðist snemma að
landi, og fénaður féll eða var skorinn í hrönnum; sauðfé fækk-
aði í sýslunni um meira en tíuþúsund fjár. Margur flosnaði frá
búi og fór til Ameríku í von um búsæld á grænum grundum.
Er orðum aukið, ,að fólk hafi beinlínis dáið úr hungri’? Víst
hafa þeir ekki verið feitir, sem lifðu á ,horræflum’ og sjávar-
meti án viðbits, ,þurrum sjómat’. I Skagafirði dóu 70 manns
árið 1886, 74 fóru til feðra sinna 1888, en 121 maður kvaddi
þennan heim 1887. Sjálfsagt dóu þeir ekki ,beinlínis’ úr hungri,
en langvarandi næringarskortur og klæðleysi í vetrarhörkum
hafa lamað viðnámsþróttinn.
16
Nokkrar spurningar til íhugunar fyrir vesturheimsfara.
1. Hafa menn gjört sér Ijósa grein fyrir í hvaða tilgangi
vesturheimsstjórnir senda nú erindreka sína hvern á fæt-
ur óðrum með ærnum kostnaði til Islands, til þess að
smala mónnum saman til vesturheimsferða? Er það
sprottið af eintómum mannkærleika?
2. Hafa menn nægilega íhugað hverju menn sleppa hér og
hvað menn hreppa þar?
3. Er það ekki mjög ísjárvert fyrir gamla hændur, sem
sitja að góðum húum heima á íslandi, að fleygja öllu frá
175