Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 178
SKAGFIRÐINGABÓK
sér ogflytjast til Vesturheims til að gjörast frumbýlingar í
óhyggðri og mjög afskekktri nýlendu eða daglaunamenn ?
Norðlingur 19. febrúar 1876
Sumarið 1876 fór gufuskipið Veróna frá íslandsströndum til
Skotlands með meira en 700 Islendinga innanborðs. Þaðan
héldu þeir til Quebec í Torontofylki í Kanada og dreifðust
þaðan í allar áttir, flestir fóru þó til Nýja-íslands. Oskjugos,
óáran, óánægja leiguliða og vinnuhjúa, nýjungagirni og fleira
drógu menn vestur þetta ár, og margir voru uggandi. Vestur-
fara-agentar fóru um landið og fengu greitt fyrir hvert nef, sem
þeir komu vestur. Þeir sem réðu blöðum landsins voru flestir
andvígir Vesturheimsferðum, birtu þar harðorðar greinar og
frásagnir af örlögum vesturfara. En allt kom fyrir ekki, íslend-
ingar fluttust í stórhópum til Ameríku, og sneru fæstir aftur,
enda erfitt ,að koma heim’ eftir stór orð og fortölur. En þó létu
sumir sig hafa það.
Sveinn Guðmundsson bjó í Sölvanesi á Fremribyggð, fædd-
ur 1828, hóf búskap á Lýtingsstöðum 1854, en tók við Sölva-
nesi 1858 og átti m.a. færikvíar, „en þær voru ekki ýkja algeng-
ar í Skagafirði þá“ segir æviskrárritari.
Sveinn átti Guðrúnu Jónasdóttur smáskammtalæknis, Jóns-
sonar. Þau áttu ekki börn, en fóstruðu Arna Eiríksson, systur-
son Sveins, bjó síðar á Reykjum í Tungusveit, söngmaður
góður. Guðrún lézt harðindaárið 1881, og tveimur árum síðar
fór Sveinn í Sölvanesi til Ameríku. „Hefur ekki tekizt að rekja
spor hans vestra“ segir í æviskrá, og er það rökrétt, ef marka
má fregn í blaði haustið 1884:
Með strandferðaskipinu komu í f.m. til Sauðárkróks
nokkrir vesturfarar alfarnir heim hingað aftur, hafandi
fengið nóg af vistinni íAmeríku. „Illt erað komast af hér,
en hálfu verra í Ameríku “ er haft [eftir] þeim einhverj-
176