Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 180
SKAGFIRÐINGABÓK
vel kynni að vora . . .’ skrifaði bréfritari og varð ekki að ósk
sinni.
18
Af því ég í riœstu fardögum tek til umráöa jörðina
Hvammkot, sem er réttfyrir ofan Hofsós, og œtla mér að
hafa til afnota tún og jafnvel engjar, vildi ég fá þangað
húsmann, sem hefði lítið um sig til að verja grasnytjar
jarðarinnar og sem um leið væn því vaxinn að vera for-
maður fyrir mig á nýjum fiskiháti. Sá sem vildi semja við
mig í þessu tilliti, óska ég að gjöri það sem fyrst.
Grafarósi 24. janúar 1879
V. Claessen
Norðanfari 5. febrúar 1879
Claessen hafði not af Hvammkoti eitt ár, 1879-80, bjó þó í
Hofsósi, en fluttist til Sauðárkróks þetta ár skv. æviskrá. Hann
vildi fá húsmann á jörðina, ,sem hefði lítið um sig’ og gæti stýrt
báti til fiskveiða.
Arni Arnason hafði búið í Hvammkoti, en fór til guðs þann
17. janúar 1879, giftur bóndi, aðeins 37 ára. Viku seinna var
honum búin gröf, og þann dag sendi Claessen auglýsingu í
Akureyrarblað; hvort nokkur svaraði veit enginn.
Húsfólk var sérstök stétt í bændasamfélaginu gamla, ein-
staklingar eða hjón, sem bollokuðu í horni hjá einhverjum
bónda, áttu með sig sjálf, en unnu gjarnan búinu, innan stokks
og utan; meðal annars var algengt, að húsmenn væru til sjós.
Aðföng
Skagfirzkar œviskrár, Jarða- og búendatal og ýmls uppsláttarrit.
178