Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 181
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
eftir jÓHANN EINARSSON frá Mýrakoti
Jóhann Jakob Einarsson fæddist 28. nóvember 1845, skv. því sem hann
segir í upphafi minninga sinna hér á eftir, en í Skagfirzkum aviskrám
1890-1910, II, er fæðingardagur hans sagður 18. nóvember. Jóhann
fæddist í Tungu í Stíflu, sonur Einars Jakobssonar í Háakoti í Stíflu og
Guðbjargar Jóhannsdóttur, en þau voru ógift. I uppvexti sínum fékk Jó-
hann þann vitnisburð prests, að hann væri skýr „og vel að sér til bókar,
stundvís í bezta lagi.“ I minningunum rekur hann síðan starfsferil sinn.
Hann fluttist árið 1875 til Rannveigar Hákonardóttur í Höfða, og þar
kynntist hann konuefni sínu, Sigríði Jónsdóttur og kvæntist henni sama
ár; 1876 skv. æviskrá. Þau settu saman bú í Nýjabæ á Bæjarklettum, en
fóru að Mýrakoti árið 1880 og bjuggu þar til 1912, að sonur þeirra tók við
búi. Þeim varð auðið fimm barna.
„Jóhann var stór og föngulegur maður“ segir í æviskrá, „feitlaginn á
efri árum, breiðleitur, frekar búlduleitur. Hann var talinn hagsýnn
búmaður, þótt aldrei væri hann efnamaður. Hann gerði t.d. áveitu á engj-
ar sínar og fékk síðar viðurkenningu frá Ræktunarfélagi Norðurlands.
Einnig smíðaði hann öll amboð, bæði fyrir sig og fleiri bændur. Hann var
nokkur ár í hreppsnefnd og skólanefnd Hofssóknar. Fyrstu ár búskapar
síns í Mýrakoti stundaði hann einnig sjó og þá sérstaklega við Drangey."
Jóhann lézt 14. ágúst 1937.
Minningar J óhanns bera með sér, að hann hefur verið glöggur og grein-
argóður í betra lagi. Að því er bezt verður ráðið af handriti og athuga-
semdum við það, hefur Páll Erlendsson á Þrastarstöðum haldið á penna
og skráð eftir frumriti eða drögum Jóhanns. Neðanmáls hafa hann, Guð-
mundur Davíðsson á Hraunum og Guðmundur Olafsson í Asi gert
nokkrar athugasemdir. Líklega hefur Jóhann tekið saman þessar
minningar sínar seinasta árið, sem hann lifði, um eða eftir stofnun Sögu-
félags Skagfirðinga, þegar byrjað var að safna til sögu héraðsins, sbr. loka-
179