Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 182
SKAGFIRÐINGABÓK
orð greinarinnar. Handritið er nú í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, HSk.
133 4to, afhent safninu við stofnun þess 1947. Lítill hluti frásagnarinnar
birtist í Safnamálum, 8. árg., bls. 19-25, Ak. 1984.
Stafsetning er færð til þess horfs, sem haldið er í þessu riti, sem og
greinarmerki; pennaglöp leiðrétt athugasemdalaust. Ekki var hróflað við
orðmyndum, nema Mýrarkoti í hdr. er breytt í Mýrakot. Fyrirsögn er frá
ritstjórninni, en í handriti heitir frásögnin „Ymislegt frá Jóhanni Einars-
syni Mýrarkoti“. Neðanmálsgreinar eru frá hendi ritstjórnar.
Ritstjórn
Æska og uppvöxtur
Eg erfæddurí Tungu í Stíflu 28. nóvember 1845, skírður 29.
nóvember af séra Páli Tómassyni á Knappsstöðum. Var mér
strax komið í fóstur á Hamri í Austur-Fljótum hjá hjónum þar,
Gísla Finnssyni og Guðrúnu Rafnsdóttur. Þar var eg til sex ára
aldurs, en fór þá til móður minnar og stjúpa, er þá bjuggu við
lítil efni í Hvammi í Austur-Fljótum. Hjá þeim var eg til 12 ára
aldurs. Þá fór eg að Hamri aftur, og var þar til fermingaraldurs.
Gísli og Guðrún á Hamri voru mér mjög góð, og hefði eg sjálf-
sagt verið þar lengur ef þau hefðu þurft mín með. Þeim var mjög
umhugað að kenna mér að lesa og skrifa og búa mig vel undir
ferminguna í kristnum fræðum, og að þeirri fræðslu hefi eg búið
alla mína ævi. Þótti eg vel læs og kristindómskunnátta mín
ágæt. Þegar eg varð þess vís, að eg yrði ekki lengur á Hamri,
vissi eg ekki, hvað eg ætti af mér að gera. Mér var þá ráðlagt að
fara eða reyna að komast til Olafsfjarðar; þar átti eg frændfólk,
og var búizt við, að það liti miáske eitthvað til með mér ef eg
kæmist í nálægð þess. Ekki réðist eg þó til neins af mínu fólki,
fór til gamalla hjóna, er bjuggu á Þverá í Ólafsfirði. Þau voru
fremur fátæk og litlir búmenn. Hjá þeim var eg í eitt ár og flutt-
ist þaðan að Langhúsum í Viðvíkursveit. Tilefni þess að eg flutt-
ist þangað er það, er nú skal greina.
Sama vorið og eg kom í Ólafsfjörð, flutti að Kvíabekk prest-
urinn séra Stefán Arnason frá Felli í Sléttuhlíð. Hann átti fjölda
180