Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 184
SKAGFIRÐINGABÓK
og svo að veðurblíðunni í sveitinni. Spurði karl mig að, hvort
mig langaði ekki til að komast upp í góðsveitina, og eignast þar
heimili. Ekki gat eg neitað því, og samtal okkar endaði á þann
veg, að eg réðist til hans sem hjú næsta ár. Morguninn eftir
reiddi hann mig yfir báðar árnar.
Vorið 1861, um krossmessu, kvaddi eg Olafsfjörð og Fljót
fyrir fullt og allt og fluttist að Langhúsum. Þar bjó þá Ólafur
Sigurðsson og Margrét Pálsdóttir, foreldrar Sigurðar, sem bjó í
Langhúsum mörg ár og er enn á lífi.1 Eg hafði töluvert að gera
í Langhúsum, en verst þótti mér varzlan. Ekki mátti ókunnug
skepna koma inn í landareignina né hans skepnur úr henni fara,
voru því sömu hlaupin frá morgni til kvölds. Annars leið mér
þar vel. Þar bragðaði eg Drangeyjarfugl, egg og kaffi í fyrsta
sinn. Mér þótti fuglinn góður og Drangey falleg þar sem eg sá
hana frá Langhúsum, og myndaðist við það löngun hjá mér til
að flytja mig nær henni, og njóta frekar þessarar ágætu fæðuteg-
undar, sem hún hafði að bjóða. Því var það, að eg réði mig næsta
ár að Hólkoti í Unadal með því skilyrði, að eg fengi að róa til
Drangeyjar.
Eftir eins árs dvöl í Langhúsum, flutti eg út í Hofshrepp, og
þar hefi eg búið síðan. I Hofshreppi hefi eg dvalizt á ýmsum
stöðum: Hólkoti, A, Litlubrekku, Málmey og Höfða. Frá
Hólkoti reri eg fyrst til Drangeyjar með Jóni Péturssyni í Bæ;
þótti hann góður sjómaður og aflasæll formaður. 1875 giftist eg
Sigríði Jónsdóttur. Vórum við fimm ár í Láfabúð á Bæjarklett-
um, en 1880 tók eg Mýrakot til ábúðar. Þar var allt í niður-
níðslu, varla verandi í bænum, túnið lítið, kargaþýft, og
umhverfis það voru brokflóar kolsvartir og kviksyndisfúafen.
Hér þurfti margt að gera. Eg gerði strax skurði um túnið, slétt-
aði það, þurrkaði upp flóa næst túninu, og eftir nokkur ár var
túnið orðið slétt og fallegur starengispartur kominn fyrir neðan
túnið, sem áður var brokflói. Síðan byggði eg allstæðilegan bæ,
1 Hann lézt árið 1937, tveimur mánuðum síðar en Jóhann.
182